fbpx
Mánudagur 02.desember 2024
Fókus

Læknir varar við heimsmetatilraun klámstjörnunnar – Svona ætlar hún að ná að sofa hjá 1000 karlmönnum á einum degi

Fókus
Mánudaginn 2. desember 2024 11:01

Lily Phillips.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir hafa áhyggjur af heilsu bresku klámstjörnunnar Lily Phillips, en hún er að æfa sig fyrir stóran dag þar sem hún ætlar að slá heimsmet og stunda kynlíf með 1000 karlmönnum á einum sólarhring.

Sú sem á núverandi heimsmet er klámstjarnan Lisa Sparks, hún svaf hjá 919 karlmönnum á einum degi á viðburði í Póllandi árið 2004.

Meet Woman That Breaks World Record by Sleeping With 919 Men – WELCOME TO ADEYEMO ANUOLUWAPO'S BLOG
Lisa Sparks sló metið árið 2004.

Á þeim tíma sagði Lisa að hún hafi „skemmt mér konunglega en ég var verkjuð í viku eftir þetta.“

Lisa Sparks, best known by her porn star name Lisa Sparxxx, holds the current world record. Picture: Instagram
Lisa Sparks.

Æfir fyrir stóra daginn

Lily Phillips, 23 ára, ætlar að reyna að slá metið í janúar og segist vera að æfa stíft svo hún verði líkamlega tilbúin.

Margir hafa áhyggjur af heilsu Lily og varar læknirinn Zac Turner við athæfi klámstjörnunnar í samtali við News.com.au.

Sydney medical practitioner Dr Zac Turner said that when ‘pushed to the extremes’ it could have a negative effect on the body. Picture: Instagram
Læknirinn Zac Turner.

„Kynlíf reynir mikið á líkamann og krefst þess að maður notar marga mismunandi vöðva í einu, það reynir einnig á hjarta- og æðakerfið og losar endórfín,“ segir hann.

„Ef þetta er gert í hófi þá er þetta eins og vel heppnuð æfing, góð fyrir heilsuna og myndar tilfinningaleg tengsl. En hins vegar, ef þetta er gert með öfgakenndum hætti, eins og í 24 klukkutíma samfleytt, þá getur þetta haft gríðarleg áhrif á líkamlega og andlega heilsu.“

Turner bendir á að Lisa Sparks, núverandi heimsmethafi, hafi verið verkjuð í viku eftir athæfið.

Búin með 101 og næst eru það 300

Lily Phillips segist vera að æfa sig fyrir þetta. „Ég hef sofið hjá 101 karlmanni á einum degi og ég ætla að sofa hjá 300 karlmönnum eftir nokkrar vikur,“ sagði hún á dögunum í hlaðvarpinu The Reality Check.

„Ég held að ég verði aum undir lokin en ég held ég sé nógu ákveðin til að geta haldið áfram og klárað,“ sagði hún.

Hún viðurkenndi að þetta væri erfitt. „Að ríða 101 gaurum á 14 klukkutímum er mikið erfiðara en að vinna frá níu til fimm. Ef við erum að tala um venjulega skrifstofuvinnu, þá er svo miklu erfiðara að sofa hjá yfir hundrað karlmönnum.“

She’s now advertising for willing, and consenting, participants. Picture: X

Erfiður viðburður að skipuleggja

Lily sagði að það fari mikill tími í að skipuleggja viðburðinn. „Planið er að leigja herbergi með tveimur hurðum,“ sagði hún.

„Þeir sem vilja taka þátt þurfa að senda mynd af sér og skilríki og svo þarf aðstoðarmaður minn að raða þeim í tímaröð.“

Lily sagði að það væri nógu erfitt að finna nógu marga karlmenn til að taka þátt en stærsta áskorunin væri að ná að klára á settum tíma.

„Ég er að vona að þetta verði eins og færiband, þeir labba inn og fara síðan,“ sagði hún.

Bonnie Blue hefur einnig verið að stunda kynlíf með mörgum karlmönnum.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem læknar deila áhyggjum sínum af of miklum og löngum samförum klámstjarna. Eftir að klámstjarnan Bonnie Blue svaf hjá yfir 158 karlmönnum á einni viku steig læknirinn og kvensjúkdómasérfræðingurinn Shirin Lakhani fram og sagði að kynlíf klukkutímum saman eyki áhættuna á rifu í leggöngum, þvagfærasýkingum og jafnvel getur getnaðarlimurinn hlotið varanlegan skaða og afmyndast.

Sjá einnig: Læknir varar við athæfi kynlífsóðu klámstjörnunnar – Hættulega langar samfarir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Aron um skuggahliðar næturlífsins á Tenerife og dópgasið sem var út um allt – „Það er mjög auðvelt að redda sér“

Aron um skuggahliðar næturlífsins á Tenerife og dópgasið sem var út um allt – „Það er mjög auðvelt að redda sér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er svo sannarlega heppnasti maður í heimi og er minntur á það á hverjum einasta degi“

„Ég er svo sannarlega heppnasti maður í heimi og er minntur á það á hverjum einasta degi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nældu þér í síðasta bókakonfektið

Nældu þér í síðasta bókakonfektið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rokkari hefur ákveðið að snúa við kynleiðréttingaferlinu og skilgreinir sig ekki lengur sem trans konu

Rokkari hefur ákveðið að snúa við kynleiðréttingaferlinu og skilgreinir sig ekki lengur sem trans konu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aron um áfallið sem breytti lífi hans – „Það er svo vont að vera þessi gaur sem er að burðast með allan heiminn“

Aron um áfallið sem breytti lífi hans – „Það er svo vont að vera þessi gaur sem er að burðast með allan heiminn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

In Flames til Íslands í sumar

In Flames til Íslands í sumar