Hjúkrunarfræðingurinn Steina Árnadóttir var sakfelld í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun vegna hennar þátts í andláti sjúklings sem kafnaði á geðdeild Landspítalans sumarið 2021.
Mbl.is greinir frá þessu.
Steinu var ekki gerð fangelsisrefsing í málinu. En henni var gert að greiða dánarbúi sjúklingsins, Guðrúnar Sigurðardóttur, 2,7 milljónir króna í bætur auk vaxta.
Ákvörðun um refsingu skal frestað að liðnum tveimur árum haldi hún skilorð.
Málið hefur farið fram og til baka í dómskerfinu. Steina var upphaflega sýknuð í héraðsdómi en Landsréttur ómerkti dóminn og vísaði málinu aftur til héraðsdóms í apríl síðastliðnum.