fbpx
Mánudagur 02.desember 2024
Fréttir

Vilhjálmur vill Flokk fólksins í ríkisstjórn en með hverjum?- „Mjög mikilvægt að við séum með ríkisstjórn sem getur unnið saman“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 2. desember 2024 10:00

Vilhjálmur Birgisson segir að kanna þurfi leið Flokks fólksins gagnvart lífeyrissjóðunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélag Akraness, telur að kjósendur hafi talað skýrt í kosningunum en það gæti þó orðið snúið fyrir flokkana sem unnu hvað stærstan sigur að tvinna saman stefnur, það er Viðreisn, Samfylkingu og Flokk fólksins.

„Viðreisn talar um engar skattahækkanir á meðan Samfylkingin talar um skattahækkanir á fyrirtæki, auðlindagjöld og annað slíkt. Þar eru árekstrar,“ sagði Vilhjálmur í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann var beðinn um að spá í spilin eftir kosningar. „Svo er töluverð útgjaldaaukning í stefnuskrá Flokks fólksins. Það rímar ekki við það sem Samfylkingin og Viðreisn eru að tala um, að ná niður halla ríkissjóðs hratt og vel. Þetta getur orðið mjög snúið.“

Nefnir Vilhjálmur að bæði Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur vilji sjá svokallaða „borgaralega ríkisstjórn“. Þó þeir hafi ekki sagt það beint þá séu þeir í raun að tala um stjórn sinna eigin flokka og Viðreisn.

Tug milljarða útgjaldaaukning

Aðspurður um hvaða stjórn yrði best fyrir skjólstæðinga Vilhjálms nefnir hann Flokk fólksins.

„Ég held að 99 prósent af þeim glæsilega árangri sem sá flokkur er að ná er út af hennar baráttu og krafti og dugnaði í því að tala máli þeirra sem að höllustum fæti standa í íslensku samfélagi. Ég get ekki verið meira sammála henni í því sem hún er að segja,“ sagði Vilhjálmur. „Ég geri mér líka algjörlega grein fyrir því að hér getur verið um tug milljarða útgjaldaaukningu að ræða og það er bara spurning hvernig er hægt að ná slíkri niðurstöðu.“

Skaut Lilja Katrín Gunnarsdóttir þáttarstjórnandi inn í að Inga hygðist ná þessum peningum frá lífeyrissjóðunum.

„Jájá, svo eru náttúrulega skiptar skoðanir um hvort skynsamlegt sé að gera það með framtíðarskuldbindingar og lífeyrisréttindi sjóðsfélaga og framtíðar skatttekjur komandi kynslóða,“ svaraði Vilhjálmur og nefnir að bæði forsvarsmenn ASÍ og SA hafi gagnrýnt þessa hugmynd harðlega. Sagði hann hins vegar að það þyrfti að skoða þessa hugmynd og hvort hún væri framkvæmanleg.

Smánarblettur

Sagði Vilhjálmur að það hefði átt að vera búið að taka á málum fátækasta fólksins fyrir löngu síðan. Þetta sé smánarblettur á íslensku samfélagi.

Aðspurður um hvaða aðra flokka Vilhjálmur vildi sjá í ríkisstjórn var hann varfærinn um að svara.

„Ég held að það sé mjög mikilvægt að við séum með ríkisstjórn sem getur unnið saman,“ sagði hann. „Að þetta verði ekki komið upp í loft áður en við vitum að. Það er líka mjög mikilvægt að þeir aðilar sem eru að fara að taka við stjórnartaumunum geri sér grein fyrir því að aukin verðmætasköpun þarf að eiga sér stað til að geta staðið undir þeirri velferð sem við Íslendingar viljum búa við. Það þarf að vera skilningur á því að án þess að auka verðmætasköpun í íslensku samfélagi þá mun okkur ekki takast að verða við öllum þeim kröfum sem almenningur gerir á ríkissjóð á hverjum tíma fyrir sig.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Lögregla varar við veðrinu í dag: „Stutt og laggott…skítaspá bara“

Lögregla varar við veðrinu í dag: „Stutt og laggott…skítaspá bara“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Hún er fundin! – Leynidóttir Pútíns er í París

Hún er fundin! – Leynidóttir Pútíns er í París
Fréttir
Í gær

Guðrún biskup fagnaði góðri kjörsókn en minnti á kjörstaðinn sem aldrei lokar

Guðrún biskup fagnaði góðri kjörsókn en minnti á kjörstaðinn sem aldrei lokar
Fréttir
Í gær

Barnaverndarnefnd viðurkenndi brot í tengslum við þáttinn Fósturbörn og greiddi sjö milljónir króna í miskabætur

Barnaverndarnefnd viðurkenndi brot í tengslum við þáttinn Fósturbörn og greiddi sjö milljónir króna í miskabætur
Fréttir
Í gær

Hvað kom upp úr kjörkössunum? – Stórsigur Samfylkingarinnar og varnarsigur Sjálfstæðisflokksins

Hvað kom upp úr kjörkössunum? – Stórsigur Samfylkingarinnar og varnarsigur Sjálfstæðisflokksins
Fréttir
Í gær

Reyndi að brjóta sér leið inn í húsnæði með exi

Reyndi að brjóta sér leið inn í húsnæði með exi