fbpx
Mánudagur 02.desember 2024
Fréttir

Mjög ósáttur og hvetur Icelandair til að skammast sín

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. desember 2024 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aríel Jóhann Árnason, viðskiptafræðingur, ráðgjafi og framkvæmdastjóri, hvetur Icelandair til að skammast sín og bjóða íslenskum gæludýraeigendum upp á sómasamlega þjónustu. Aríel gerir þetta að umtalsefni í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag og er tilefnið ákvörðun Icelandair að leyfa ekki, frá og með 1. nóvember síðastliðnum, að gæludýr séu flutt með farþegaflugi félagsins.

„Icelandair tók þá ákvörðun á ár­inu að kaupa ekki búnað í nýj­ar vél­ar flug­fé­lags­ins sem styður inn- og út­flutn­ing gælu­dýra og Bogi Nils Boga­son for­stjóri tek­ur fram að hag­kvæmni fé­lags­ins og minnk­un kol­efn­is­spors valdi ákvörðun­inni,“ segir Aríel í grein sinni og vísar í fund sem fulltrúar Hundaræktunarfélags Íslands áttu með Icelandair í lok október síðastliðnum.

Sjá einnig: Hundafólk reynir að telja Icelandair hughvarf

Ýmsar lausnir í boði

„Grein­ar­höf­und­ur spyr sig: Ef kol­efn­is­sporið er svo mikið vanda­mál við flutn­ing gælu­dýra, af hverju er ekki hægt að bjóða neyt­end­um þann kost að kol­efnis­jafna gælu­dýra­flutn­ing­inn með þar til gerðum vottuðum kol­efnisein­ing­um,“ spyr hann í grein sinni og bætir við að hingað til hafi það ekki verið tiltökumál að bjóða upp á óvottaða kolefnisbindingu, sem hann kallar falskeiningar, í boði Kolviðar.

„Ef á að fela sig á bak við af­sak­an­ir á borð við kol­efn­is­sporið, af hverju ekki að nýta þá falskeiningarnar, eða, enn betra, raun­veru­leg­ar vottaðar og áreiðan­leg­ar kol­efnisein­ing­ar, til að jafna gælu­dýra­flutn­ing­inn? Enn frem­ur er mér spurn af hverju Icelandair sé ekki slétt sama um kol­efn­is­sporið fyrst ís­lenska rík­is­stjórn­in hef­ur sí­end­ur­tekið samið fyr­ir hönd ís­lensku flug­fé­lag­anna um und­anþágu frá greiðslu á los­un­ar­heim­ild­um til ETS-kol­efnis­jöfn­un­ar­kerf­is Sam­einuðu þjóðanna.“

Aríel heldur áfram og segir að ef til komi að Icelandair þurfi að greiða fyrir losun ferðanna, hvað sé því þá til fyrirstöðu að biðja neytendur um að greiða aukalega fyrir gæludýraflutninginn?

Margir áratugir aftur í tímann

„Þessi ákvörðun set­ur hunda­fólk lands­ins marga ára­tugi aft­ur í tím­ann, og get­ur und­ir­ritaður staðfest að inn­flutn­ings­ferlið er nógu þungt, erfitt og dýrt nú þegar fyr­ir bæði menn og dýr. Að í ofanálag skap­ist al­gjör óvissa um flutn­ings­mögu­leika þess­ara fjöl­skyldumeðlima til lands­ins er grafal­var­legt mál. Hunda- og katta­fjöl­skyld­ur eru mörg þúsund á Íslandi í dag sem líta á dýr­in sem kæra og dýr­mæta meðlimi fjöl­skyld­unn­ar. Icelandair hef­ur árum sam­an verið teng­ing þeirra við um­heim­inn, ef svo má segja, enda flug eini raun­hæfi kost­ur­inn við að flytja dýr­in til lands­ins.“

Aríel er ómyrkur í máli í garð Icelandair.

„Það er óá­sætt­an­legt fyr­ir Íslend­inga að fé­lag sem er upp til hópa í eigu flestallra líf­eyr­is­sjóða og banka lands­ins, hef­ur notið rík­is­stuðnings í gríð og erg í gegn­um árin og getað reitt sig á áskrift rík­is­stofn­ana þegar kem­ur að op­in­ber­um ferðalög­um, geti ekki boðið lands­bú­um á eyju í Atlants­hafi þessa grunnþjón­ustu og enn frem­ur að Icelandair sem á að vera eitt dýr­mæt­asta og rót­grón­asta fé­lag lands­ins styðji ekki leng­ur við fjöl­skyld­ur lands­ins. Og þar með eru eng­in ís­lensk flug­fé­lög til sem styðja við gælu­dýra­flutn­ing til og frá Íslandi,“ segir hann og endar grein sína á þessum orðum:

„Grein­ar­höf­und­ur hvet­ur því Icelandair til að skamm­ast sín fyr­ir græðgina og falsk­ar yf­ir­lýs­ing­ar um kol­efn­is­spor og bjóða held­ur ís­lensk­um gælu­dýra­eig­end­um upp á sóma­sam­lega þjón­ustu. Fyr­ir áhuga­sama er und­ir­skriftalisti sem Icelandair mun ber­ast aðgengi­leg­ur á island.is titlaður: „Hvetj­um Icelandair til að styðja áfram við flutn­ing á gælu­dýr­um til og frá Íslandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Steingrímur svekktur eftir úrslitin: Spáir í spilin varðandi framtíð VG

Steingrímur svekktur eftir úrslitin: Spáir í spilin varðandi framtíð VG
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sara hætt í Pírötum: „Fullreynt fyrir mig sem einstakling“

Sara hætt í Pírötum: „Fullreynt fyrir mig sem einstakling“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir að Flokkur fólksins sé óstjórntækur – „Fór langt með að tala sig út úr ríkisstjórn í leiðtogaumræðunum“

Segir að Flokkur fólksins sé óstjórntækur – „Fór langt með að tala sig út úr ríkisstjórn í leiðtogaumræðunum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lenya lýsir yfir miklum vonbrigðum og er óviss með framtíðina

Lenya lýsir yfir miklum vonbrigðum og er óviss með framtíðina
Fréttir
Í gær

Kosningum 2024 lokið – Samfylkingin stærst en Sjálfstæðisflokkurinn skammt undan

Kosningum 2024 lokið – Samfylkingin stærst en Sjálfstæðisflokkurinn skammt undan
Fréttir
Í gær

Gestum á kosningavöku Sósíalista brugðið þegar lögregla mætti á svæðið

Gestum á kosningavöku Sósíalista brugðið þegar lögregla mætti á svæðið