fbpx
Mánudagur 02.desember 2024
Pressan

Verðandi yfirmaður bandarískra leyniþjónustustofnana ólst upp í „leyndardómsfullum söfnuði“

Pressan
Mánudaginn 2. desember 2024 05:10

Tulsi Gabbard

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump hefur tilnefnt Tulsi Gabbard sem næsta yfirmann allra bandarísku leyniþjónustustofnananna. Ef öldungadeild þingsins samþykkir tilnefninguna, verður Trump yfirmaður hennar og hún mun verða yfirmaður allra 17 bandarísku leyniþjónustustofnananna, þar á meðal CIA, FBI og NSA.

Tilnefningin hefur valdið óróa hjá bæði Demókrötum og Repúblikönum, sérstaklega Demókrötum sem gagnrýna Gabbard og segja hann óhæfa vegna „vinsamlegra ummæla um Rússland“ og vegna umdeilds fundar hennar með Bashar al-Assad, einræðisherra í Sýrlandi, 2017.

Ættingi hennar hefur látið hafa eftir sér að til að skilja hana, verði maður að skilja uppvöxt henna rí „leyndardómsfullum söfnuði“.

Besti námsmaðurinn

Gabbard, sem er 43 ára, fæddist í Leloaloa Ma‘oputasi County á eyjunni Tutuila á Bandarísku Samóaeyjum. Þegar hún var kjörin á þing, fyrir Demókrata, 2013 var hún fyrsti þingmaðurinn frá Samóaeyjum.

Fjölskylda hennar fluttist til Hawaii þegar Gabbard var tveggja ára. Hún gekk í þjóðvarðliðið á Hawaii 2003 og hefur gegnt herþjónustu víða um heim, til dæmis í Kúvæt, Írak og í Afríku.

Hún lauk herforingjanámi við Alabama Military Academy 2007 og fékk hæstu einkunn allra. Hún varð þar með fyrsta konan til að ljúka námi sem besti námsmaðurinn í sínum árgangi.

Hún hætti hjá þjóðvarðliðinu 2020 og gekk til liðs við varalið hersins í Kaliforníu.

Blandaði sér í pólitík

Pólitískur ferill hennar hófst 2013 þegar hún náði kjöri á þing Hawaii fyrir Demókrata.

Hún sóttist eftir að verða forsetaframbjóðandi Demókrata 2020. Hún vakti þá nokkra athygli fyrir „framsæknar“ tillögur í ýmsum málaflokknum. Hún var á móti þátttöku Bandaríkjanna í hernaðarátökum erlendis, sérstaklega í Miðausturlöndum, og fékk mikla athygli frá fjölmiðlum vegna þess.

Á grunni starfsreynslu sinnar í hernum, sagði hún að stríðsþátttaka Bandaríkjanna í Miðausturlöndum hafi raskað valdajafnvæginu í heimshlutanum og að þessi átök hafi gert líf Bandaríkjamanna óöruggara.

Eins og kunnugt er, þá komst hún ekki langt í forvalinu og lýsti að lokum yfir stuðningi við Joe Biden sem forsetaframbjóðanda Demókrata.

Aðeins ári síðar sagði hún skilið við Demókrataflokkinn og sagði honum stjórnað af „elítuklíku stríðsæsingafólks“ sem byggði á „woke“ hugmyndafræði.

Hún byrjaði síðan að koma reglulega fram á Fox News. Hún var meðal annars staðgengill Tucker Carlson, þáverandi þáttastjórnanda hjá stöðinni. Á þessu ári lýsti hún opinberlega yfir stuðningi við Trump.

Jógahópur með trúarlegu ívafi

Margir af fyrrum samherjum hennar í pólitík hafa furðað sig mjög á pólitískum umskiptum hennar frá því að vera Demókrati, yfir í að vera óháð og síðan hluti af MAGA-hreyfingu Trump.

Móðursystir hennar segir að skýringuna sé hugsanlega að finna í jóga- og hugleiðslufélagsskap, með trúarlegu ívafi, sem lýtur forystu hins sjálfsútnefnda gúrus, Chris Butler. Félagsskapurinn heitir Science of Identity Foundation.

Frænkan sagði í samtali við The Independent að meginmarkmið Gabbard með að komast til áhrifa í stjórnmálum væri að fara að vilja Chris Butler sem hafi reynt að komast til pólitískra áhrifa í 40 ár.

Fyrrum félagar í þessum félagsskap lýsa honum sem „hómófóbískum“ og aðrir segja þetta vera „eitraðan félagsskap“.

Þessu vísar félagsskapurinn á bug og segir að markmið hans sé að „deila þekkingu á jóga“.

Hitti Bashar al-Assad

Eitt af því sem hefur vakið mikla reiði í tengslum við tilnefningu Gabbard er að hún fundaði leynilega með Bashar al-Assad, einræðisherra í Sýrlandi, 2017.

Sá fundur kom samherjum hennar mjög á óvart og þeir fréttu ekki af honum fyrr en hún sagði sjálf frá honum.

Í samtali við CNN varði Gabbard fundinn  og sagði að hann hefði ekki verið skipulagður fyrir fram en hún hafi gripið tækifærið þegar það gafst.

Assad er á lista Bandaríkjamanna yfir stríðsglæpamenn, meðal annars vegna notkunar hans á efnavopnum gegn samlöndum sínum. The Guardian segir að alþjóðlegar hjálparstofnanir telji að minnst 400.000 almennir borgarar hafi verið drepnir í Sýrlandi.

Hliðholl Rússlandi

Gabbard hefur einnig verið sökuð um að vera hliðholl Rússum vegna ummæla hennar. Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, birti hún myndband á X þar sem hún hvatti Bandaríkin og Rússland til að leggja ágreining sinn um alþjóðamál á hilluna og sættast á að Úkraína eigi að vera „hlutlaust ríki“ sem standi utan við hernaðarbandalög á borð við NATÓ.

Síðar birti hún myndband á X, þar sem hún hélt því fram að það væru rúmlega 25 „efnavopnarannsóknarstöðvar“ í Úkraínu og þær væru fjármagnaðar af Bandaríkjunum. Þessu hafa úkraínsk og bandarísk yfirvöld vísað á bug. AP fréttastofan segir að þessar stöðvar hafi ekki verið leynilegar og hafi verið notað til rannsókna á hvernig sé hægt að stöðva faraldra og takast á við notkun efnavopna.

Gabbard hefur einnig sagt Bandaríkin séu að stefna öryggi á heimsvísu í hættu með því að „ögra“ Rússlandi. Hún hefur einnig gagnrýnt Volodmyr Zelenskyy, Úkraínuforseta, og sagt hann vera „spilltan“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Stærsta lífvera jarðarinnar gæti hafa verið að stækka síðan fyrstu mennirnir yfirgáfu Afríku

Stærsta lífvera jarðarinnar gæti hafa verið að stækka síðan fyrstu mennirnir yfirgáfu Afríku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Með plastflöskur að vopni getur þú sparað og haldið húsinu heitu

Með plastflöskur að vopni getur þú sparað og haldið húsinu heitu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bretar ósáttir við kostnaðinn við krýningarathöfn Karls konungs

Bretar ósáttir við kostnaðinn við krýningarathöfn Karls konungs
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanleg aðvörun frá mafíunni – Afhöggvið höfuð

Óhugnanleg aðvörun frá mafíunni – Afhöggvið höfuð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unnusta Conor McGregor hellir sér yfir konuna sem kærði hann fyrir nauðgun

Unnusta Conor McGregor hellir sér yfir konuna sem kærði hann fyrir nauðgun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Geymdi dóttur sína í skúffu fyrstu þrjú árin – Leit út eins og sjö mánaða barn þegar hún fannst

Geymdi dóttur sína í skúffu fyrstu þrjú árin – Leit út eins og sjö mánaða barn þegar hún fannst
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varpar ljósi á hvernig líf dóttur hennar hefur breyst eftir heimskupör ungs ökumanns

Varpar ljósi á hvernig líf dóttur hennar hefur breyst eftir heimskupör ungs ökumanns
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ofbeldismaðurinn fór að væla þegar þolandinn svaraði fyrir sig

Ofbeldismaðurinn fór að væla þegar þolandinn svaraði fyrir sig