Lamine Yamal er mikill aðdáandi Lionel Messi en þeir hafa báðir spilað fyrir spænska stórliðið Barcelona.
Yamal er afskaplega efnilegur leikmaður og í raun aðal vonarstjarna Barcelona en hann er einnig lykilmaður í spænska landsliðinu.
Skór Yamal vöktu heldur betur athygli í gær en Barcelona tapaði þar óvænt 2-1 á heimavelli gegn Las Palmas.
Á botninum á skóm Yamal má sjá nafn Messi sem er líklega besti leikmaður í sögu félagsins og er enn að.
Messi er í dag í Bandaríkjunum en hann er á mála hjá Inter Miami í Bandaríkjunum.
Yamal has the name of his idol Messi written underneath his boots 🥹👟 pic.twitter.com/3Wn03oZgbS
— 433 (@433) November 30, 2024