BBC segir að hann hafi birt myndina í Facebookhópnum „Dull Men‘s Club“.
Hann sagði að framleiðandi súkkulaðisins, Mars Wrigley UK, hafi ekki gefið honum neina skýringa á af hverju súkkulaðið leit svona út en sumir þeirra sem hafa tjáð sig um myndina segja að það hafi líklega sloppið framhjá heitum blæstri í framleiðsluferlinu.
Mars hefur fallist á að greiða honum bætur upp á heil 2 pund vegna málsins og er hann hæstánægður með það að sögn BBC. Hann sagði í samtali við miðilinn að hann geti keypt sér tvö súkkulaðistykki fyrir þessi tvö pund.