Liverpool 2 – 0 Manchester City
1-0 Cody Gakpo(’12)
2-0 Mo Salah(’78, víti)
Manchester City er búið að tapa sex leikjum í röð í öllum keppnum og fjórum í ensku úrvalsdeildinni.
Andstæðingur City var Liverpool að þessu sinni en stórleik helgarinnar lauk með 2-0 sigri heimaliðsins.
Leikið var á Anfield og má segja að þeir rauðklæddu hafi unnið ansi sannfærandi sigur á núverandi meisturum.
Cody Gakpo skoraði fyrra mark Liverpool í sigrinum en það seinna gerði Mohamed Salah af vítapunktinum.
City hefur tapað fjórum leikjum í röð í deild og á ansi erfitt verkefni framundan.