fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Ragnar Þór segir frá fátækum manni með krabbamein sem óskaði eftir húsbíl Flokks fólksins

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 1. desember 2024 14:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, fráfarandi formaður VR og nýkjörinn þingmaður Flokks fólksins, er vígreifur eftir glæsilegan sigur flokksins í kosningunum og nýfengið þingsæti.

Hann segir sögu af fátækjum manni með krabbamein sem prentaði út blað sem sýndi tekjur hans og kostnað, dæmi sem ekki gengur upp. Ragnar lýsir átakanlegri stöðu mannsins í pistli á Facebook-síðu sinni:

„Eitt af því sem stóð upp úr í kosningabaráttunni var samtal sem ég átti við lífeyrisþega sem er fjögura barna faðir og býr einn. Hann er með um 280 þúsund í ráðstöfunartekjur og þurfti að taka íbúð, með einu svefnherbergi, á leigu á 300 þúsund á mánuði til að lenda ekki á götunni. Ástæðan fyrir samtali okkar var að hann spurði mig hvort húsbíllinn hjá Flokki Fólksins væri til sölu svo hann gæti losnað úr þeirri vonlausu stöðu sem hann var í. Hann er með krabbamein og hefur ítrekað þurft að neita sér um lyf og læknisþjónustu vegna bágrar stöðu. Fimm eða eða fimmtánþúsundkallinn er bara ekki til.“

Ragnar segir að þetta ein af mörgum ástæðum þess að hann standi í pólitískri baráttu. Saga þessa manns gæti hæglega verið saga hans og annarra ef lítið tekur óvænta stefnu. Segist hann tileinka manninum með blaðið sigur flokksins en pistillinn er eftirfarandi í heild:

„Maðurinn með blaðið.

Ég er óendanlega þakklátur og hrærður yfir stuðningnum sem við fengum í Flokki Fólksins. Það er pínu óraunverulegt að vera á leiðinni á þing þó verkefnin verði þau sömu og í mínu starfi fyrir verkalýðshreyfinguna. Að vinna að bættum og betri lífskjörum fyrir fólkið í landinu.

Kosningabaráttan var áhugaverð og snörp. Ég er ennþá að átta mig á öllu því sem hefur gerst, flokkar féllu af þingi og aðrir náðu ekki inn. Góðir vinir kveðja og aðrir sem áttu fullt erindi á þing náðu ekki inn.

Eitt af því sem stóð upp úr í kosningabaráttunni var samtal sem ég átti við lífeyrisþega sem er fjögura barna faðir og býr einn. Hann er með um 280 þúsund í ráðstöfunartekjur og þurfti að taka íbúð, með einu svefnherbergi, á leigu á 300 þúsund á mánuði til að lenda ekki á götunni. Ástæðan fyrir samtali okkar var að hann spurði mig hvort húsbíllinn hjá Flokki Fólksins væri til sölu svo hann gæti losnað úr þeirri vonlausu stöðu sem hann var í. Hann er með krabbamein og hefur ítrekað þurft að neita sér um lyf og læknisþjónustu vegna bágrar stöðu. Fimm eða eða fimmtánþúsundkallinn er bara ekki til.

Þetta er ein af mörgum ástæðum þess að ég er í þessari endalausu báráttu. Ein af ástæðum þess að ég er alltaf að trufla ykkur með greinarskrifum, neikvæðni og gagnrýni á kerfin okkar.

Saga þessa manns er saga svo margra og gæti auðveldlega verið sagan mín eða þín ef lífið tekur óvænta eða ófyrirséða stefnu.

Mælikvarðinn á góð og heilbrigð samfélög er ekki hversu vel bönkunum gengur eða hversu vel við höfum það í dag, heldur hvað grípur okkur ef áföll dynja yfir. Við erum ekki nema einum launaseðli, nokkrum afborgunum eða alvarlegum veikindum frá því að lenda í sömu stöðu og svo margir, svo alltof margir í okkar samfélagi búa við, alla daga.

Ég ætla því að tileinka manninum sem prentaði út blaðið, blaðið sem sundurliðaði smánarlegu tekjurnar, lyfjakostnaðinn, okurleiguna og í raun vonleysið, góðan árangur Flokks Fólksins í nýafstöðnum kosningum.

Ég mun leggja mig allan fram á nýjum vettvangi. Ég mun leggja mig allan fram í að breyta okkar samfélagi til hins betra. Fyrir manninn með blaðið, fyrir alla þá sem eru að bugast undan hárri húsaleigu, okurlánum og fyrir öllum þeim sem ná ekki endum saman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“