fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fréttir

Þessir þjóðþekktu þingmenn eru dottnir út af Alþingi – Sigurður Ingi rétt hékk inni

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 1. desember 2024 12:45

Willum er fallinn af þingi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein stærstu tíðindin í kosningunum er mögulega sú staðreynd að fjórflokkurinn er allur með fylgishruni Vinstri Grænna. Flokkurinn fékk aðeins 2,3% atkvæða og þar með er ljóst að ráðherrar flokksins sem sóttust eftir endurkjöri, þau Svandís Svavarsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson eru dottin út af þingi.

Svandís Svavarsdóttir hverfur af brott af Alþingi Íslendinga

 

Mikil tíðindi eru einnig hjá Framsóknarmönnum sem misstu mikið fylgi. Flokkurinn fékk 7,8% fylgi á landsvísu en aðeins 4,4% og 4,0% í Reykjavíkurkjördæminu. Það þýðir að ráðherrarnir Ásmundur Einar Daðason, Lilja Alfreðsdóttir og Willum Þór Þórsson eru fallinn út af þingi. Ljóst var að róðurinn yrði þungur fyrir formann flokksins, Sigurð Inga Jóhannsson í suðurkjördæmi eftir að hafa látið eftir oddvitasæti kjördæmisins til Höllu Hrundar Logadóttur. Sigurður Ingi var í jöfnunarsætarússíbana alla nóttina og framundir morgun, iðulega þó úti, en að endingu datt hann inn sem jöfnunarþingmaður.

 

Sigurður Ingi hékk inni á þingi en Ásmundur Einar og Lilja Dögg hverfa frá borði

Eins og alþjóð veit þurrkuðust Píratar út af Alþingi Íslendinga. Það þýðir að þjóðþekktir þingmenn á borð við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Björn Leví Gunnarsson þurfa að snúa sér að öðru en þingmennsku.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er á útleið af þingi

 

Hjá Sjálfstæðisflokknum eru helstu tíðindin þau að Jón Gunnarsson, hinn þaulreyndi en umdeildi þingmaður, náði ekki kjöri.

Jón Gunnarsson er dottinn út af þingi. Mynd: Ernir

 

Þá náði Jakob Frímann Magnússon ekki inn á þing en hann vatt kvæði sínu í kross og gekk til liðs við Miðflokkinn frá Flokki fólksins fyrir þessar kosningar.

Jakob Frímann Magnússon fráfarandi þingmaður

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Í gær

Saklaus af kynferðisbroti en fær ekki hærri bætur

Saklaus af kynferðisbroti en fær ekki hærri bætur
Fréttir
Í gær

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins
Fréttir
Í gær

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?