Allt stefnir í að Brynjar Níelsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, sé að fara að upplifa afar spennandi nótt. Eftir fyrstu tölur frá Reykjavík Norður var Brynjar, sem var í þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, inni sem jöfnunarmaður. Það getur þó breyst hratt eins og Brynjar þekkir vel.
Í síðustu alþingiskosningum árið 2021 var það sama upp á teningnum. Brynjar var inni eða úti alla nóttina og að endingu náði hann ekki þingsæti.