fbpx
Sunnudagur 01.desember 2024
Fréttir

Gestum á kosningavöku Sósíalista brugðið þegar lögregla mætti á svæðið

Ritstjórn DV
Laugardaginn 30. nóvember 2024 22:54

Mynd: Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír fullbúnir lögreglumenn komu inn á kosningavöku Sósíalistaflokksins sem haldin er í Bolholti í Reykjavík í kvöld.

Þetta kom fram í beinni sjónvarpsútsendingu RÚV frá vettvangi þar sem fram kom að gestum hafi brugðið í brún þegar lögregla mætti á svæðið. Eftir stutt spjall við lögreglu kom þó fram að um hefðbundið eftirlit væri að ræða þar sem lögregla var að athuga með leyfi og fleira.

Kom fram í útsendingunni að lögregla muni kíkja á fleiri kosningavökur í kvöld til að taka stöðuna og kanna hvort allt fari fram lögum samkvæmt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Birtu myndband af harkalegu mannráni – Vildu þvinga hann til að skilja við eiginkonuna

Birtu myndband af harkalegu mannráni – Vildu þvinga hann til að skilja við eiginkonuna
Fréttir
Í gær

Gunnar Smári hraunar yfir nýja kosningaspá: „Safnhaugur misskilnings, dellu og vondra vinnubragða”

Gunnar Smári hraunar yfir nýja kosningaspá: „Safnhaugur misskilnings, dellu og vondra vinnubragða”