Þrír fullbúnir lögreglumenn komu inn á kosningavöku Sósíalistaflokksins sem haldin er í Bolholti í Reykjavík í kvöld.
Þetta kom fram í beinni sjónvarpsútsendingu RÚV frá vettvangi þar sem fram kom að gestum hafi brugðið í brún þegar lögregla mætti á svæðið. Eftir stutt spjall við lögreglu kom þó fram að um hefðbundið eftirlit væri að ræða þar sem lögregla var að athuga með leyfi og fleira.
Kom fram í útsendingunni að lögregla muni kíkja á fleiri kosningavökur í kvöld til að taka stöðuna og kanna hvort allt fari fram lögum samkvæmt.