fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Kosningum 2024 lokið – Samfylkingin stærst en Sjálfstæðisflokkurinn skammt undan

Ritstjórn DV
Laugardaginn 30. nóvember 2024 23:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðustu tölur úr suðvesturkjördæmi bárust nú fyrir stundu, um klukkan 12.30 og lokatölur liggja því fyrir.

Samfylkingin gaf örlítið eftir á lokasprettinum þó að það hefði ekki áhrif á þingmannafjöldann.  Samfylkingin er stærsti flokkur landsins með 20,8% fylgi og 15 þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn er skammt að baki með 19,4% og 14 menn. Samfylkingin bætir við sig 9 þingmönnum frá síðustu kosningum og Sjálfstæðisflokkurinn tapar tveimur en i nótt var staðan lengi vel sú að flokkurinn hélt sínum 16 þingmönnum sem hefði verið mikill varnarsigur.

Viðreisn endaði sem þriðji stærsti flokkurinn með 15,8% fylgi, bætir við sig 6 þingmönnum og hlýtur 11 alls.

Flokkur fólksins  vann mikinn kosningasigur og er með 13,8 % fylgi og fær tíu sæti á þingi. Þá er Miðflokkurinn með 12,1% fylgi og átta þingmenn, sem er bæting um fimm.

Framsóknarflokkurinn er að tapa miklu fylgi, eins og búist var við, og er nú með 7,8% fylgi og fimm þingmenn alls sem þýðir að flokkurinn er að tapa 8 þingmönnum. Foringi þeirra Sigurður Ingi Jóhannsson nær ekki þingsæti eins og er en hann hefur verið í jöfnunarmannarússíbana í nótt.  Þá er Sósíalistaflokkurinn með 4,0% fylgi og utan þings.

Ein stærstu tíðindin eru þau að Vinstri Grænir og Píratar eru dottin út af þingi. Vinstri Græn eru aðeins með 2,3% fylgi, sem er sögulegt afhroð, og Píratar eru litlu skárri með 3% fylgi.

Lýðræðisflokkurinn hefur síðan hlotið 1,0 % af töldum atkvæðum.

Kjörsókn var 80,2%

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú