Mikil sveifla var í öðrum skammti af tölum frá Suðvesturkjördæmi sem og í Suðurkjördæmi. Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu verið jöfn með 16 þingmenn á hvorn flokk en eftir nýju tölurnar tapaði Samfylking einum þingmanni og Sjálfstæðisflokkurinn tveimur.
Viðreisn hefur verið að sækja í sig veðrið og er núna með 15,9% fylgi, bæta við sig þingmanni frá síðustu tölum og eru nú með ellefu þingmenn.
Flokkur fólksins er með 13,7% fylgi og fær tíu sæti á þingi. Þá er Miðflokkurinn með 11,5% fylgi og átta þingmenn, sem er bæting um fimm.
Framsóknarflokkurinn hefur aðeins verið að braggast frá fyrstu tölum og er nú með 8,0% fylgi og fimm þingmenn alls sem þýðir að flokkurinn er að tapa 8 þingmönnum. Þá er Sósíalistaflokkurinn með 3,4% fylgi og utan þing eins og er og þá er útlitið verulega svart hjá Pírötum og Vinstri grænum sem eru með 2,7 % fylgi og 2,4% og eru að þurrkast út af þingi.
Lýðræðisflokkurinn hefur síðan hlotið 1,ö% talinna atkvæða.
Alls hafa verið talin 88.948 atkvæði af 268.422 sem voru á kjörskrá eða um 33,1%