fbpx
Sunnudagur 01.desember 2024
Fréttir

Kosningar 2024: Mikil sveifla frá fyrstu tölum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 30. nóvember 2024 23:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil sveifla var í öðrum skammti af tölum frá Suðvesturkjördæmi sem og í Suðurkjördæmi. Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu verið jöfn með 16 þingmenn á hvorn flokk en eftir nýju tölurnar tapaði Samfylking einum þingmanni og Sjálfstæðisflokkurinn tveimur.

Viðreisn hefur verið að sækja í sig veðrið og er núna með 15,9% fylgi, bæta við sig þingmanni frá síðustu tölum og eru nú með ellefu þingmenn.

Flokkur fólksins  er með 13,7% fylgi og fær tíu sæti á þingi. Þá er Miðflokkurinn með 11,5% fylgi og átta þingmenn, sem er bæting um fimm.

Framsóknarflokkurinn hefur aðeins verið að braggast frá fyrstu tölum og er nú með 8,0% fylgi og fimm þingmenn alls sem þýðir að flokkurinn er að tapa 8 þingmönnum. Þá er Sósíalistaflokkurinn með 3,4% fylgi og utan þing eins og er og þá er útlitið verulega svart hjá Pírötum og Vinstri grænum sem eru með 2,7 % fylgi og 2,4% og eru að þurrkast út af þingi.

Lýðræðisflokkurinn hefur síðan hlotið 1,ö% talinna atkvæða.

Alls hafa verið talin 88.948 atkvæði af 268.422 sem voru á kjörskrá eða um 33,1%

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Birtu myndband af harkalegu mannráni – Vildu þvinga hann til að skilja við eiginkonuna

Birtu myndband af harkalegu mannráni – Vildu þvinga hann til að skilja við eiginkonuna
Fréttir
Í gær

Gunnar Smári hraunar yfir nýja kosningaspá: „Safnhaugur misskilnings, dellu og vondra vinnubragða”

Gunnar Smári hraunar yfir nýja kosningaspá: „Safnhaugur misskilnings, dellu og vondra vinnubragða”