Barcelona er að undirbúa risastórt samningstilboð fyrir miðjumanninn unga Pedri sem er á mála hjá félaginu.
Um er að ræða einn efnilegasta leikmann heims en hann er í dag samningsbundinn Barcelona til ársins 2026.
Spánverjinn fagnaði 22 ára afmæli sínu þann 25. nóvember en hann skrifaði undir framlengingu 2021.
Barcelona vill alls ekki losna við þennan demant á miðjunni og er tilbúið að bjóða Pedri samning til ársins 2030.
Pedri hefur spilað með Börsungum undanfarin fimm ár en hann var áður á mála hjá liði Las Palmas.