fbpx
Sunnudagur 01.desember 2024
433Sport

Talið að Klopp hafi hjálpað New York

Victor Pálsson
Laugardaginn 30. nóvember 2024 17:36

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sóknarmaðurinn Eric Maxim Choupo-Moting er að snúa aftur á völlinn en hann hefur fundið sér nýtt félag.

Það eru flestir sem kannast við þennan ágæta mann sem hefur leikið fyrir lið eins og Paris Saint-Germain og Bayern Munchen.

Choupo-Moting var yfirleitt varamaður hjá þessum stórliðum en lék einnig fyrir Mainz, Schalke og Stoke.

Kamerúninn er 35 ára gamall í dag og hefur samþykkt að ganga í raðir New York Red Bulls í Bandaríkjunum.

Hann mun ganga í raðir Red Bulls í byrjun janúar en talið er líklegt að Jurgen Klopp, yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull, hafi haft eitthvað að gera með skiptin.

Klopp þekkir vel til leikmannsins sem var lengi vel hjá Mainz þar sem Klopp bæði lék og þjálfaði á sínum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Val Bale kemur mörgum á óvart – Vinnur hann Ballon d’Or á næsta ári?

Val Bale kemur mörgum á óvart – Vinnur hann Ballon d’Or á næsta ári?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir óvinsælir gætu kvatt Arsenal á næstunni

Tveir óvinsælir gætu kvatt Arsenal á næstunni
433Sport
Í gær

Eiginkonan umdeilda skaut hressilega á manninn í sjónvarpsþáttunum vinsælu – ,,Ég er alls ekki viss um það“

Eiginkonan umdeilda skaut hressilega á manninn í sjónvarpsþáttunum vinsælu – ,,Ég er alls ekki viss um það“
433Sport
Í gær

Maresca lokar á sögusagnirnar: ,,Hef sagt það alveg frá byrjun að hann er mikilvægur“

Maresca lokar á sögusagnirnar: ,,Hef sagt það alveg frá byrjun að hann er mikilvægur“
433Sport
Í gær

Segir þetta ýta undir fréttir um að Arnar taki við stóra starfinu í Laugardal – „Væri fínt fyrir hann að segja bless í bili“

Segir þetta ýta undir fréttir um að Arnar taki við stóra starfinu í Laugardal – „Væri fínt fyrir hann að segja bless í bili“
433Sport
Í gær

Hvetur Pogba til að taka mjög óvænt skref – Pressan miklu minni

Hvetur Pogba til að taka mjög óvænt skref – Pressan miklu minni