Arsenal gæti skoðað það að selja tvo óvinsæla leikmenn í janúarglugganum að sögn enskra fjölmiðla.
Arsenal vill fá öflugan framherja inn í janúar fyrir komandi átök en Kai Havertz hefur leyst þá stöðu hingað til.
Samkvæmt fréttum dagsins eru tveir fyrrum leikmenn Manchester City til sölu eða þeir Gabriel Jesus og Oleksandr Zinchenko.
Báðir leikmenn komu frá City á sínum tíma en hafa alls ekki staðist væntingar á Emirates og eru á sölulista.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, vill fá inn aðra menn í næsta glugga svo það gæti gerst þarf félagið að selja aðra leikmenn á launaskrá.