fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Eyjan

Þessi verða þingmenn samkvæmt þingmannaspá Heimildarinnar og Baldurs Héðinssonar

Eyjan
Laugardaginn 30. nóvember 2024 14:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Litlir kassar á kjörstöðum munu næsta sólarhringinn afhjúpa hvaða fólk tekur sæti á Alþingi næsta kjörtímabil, og dingalingaling. Hvað það verður veit nú enginn, sem stendur, og skoðanakannanir hafa sýnt að vandi er um slíkt að spá.

Það sakar þó ekki að reyna og Heimildin hefur nú, í samstarfi við dr. Baldur Héðinsson, birt þingmannaspá sem byggir á fylgi framboða á landsvísu í nýjustu kosningaspá Heimildarinnar. Þar að auki er horft til styrks framboða í mismunandi kjördæmum og eins fóru fram 100 þúsund sýndarkosningar.

Nánar má lesa um niðurstöðuna hjá Heimildinni en hér verða taldir upp hvaða þingmenn eru líklegastir inn í hverju kjördæmi. Spáin nefnir fleiri frambjóðendur í hverju kjördæmi en þingsæti eru fyrir og byggir það á því flækjustigi sem fylgir kosningum hvað varðar kjördæmakjörna menn og jöfnunarsætin. Hér verður látið staðar numið þegar taldir hafa verið upp aðilar í hvert þingsæti.

Norðvesturkjördæmi – 7 þingmenn

  • Ingibjörg Davíðsdóttir, Miðflokkurinn
  • Stefán Vagn Stefánsson, Framsókn
  • María Rut Kristinsdóttir, Viðreisn
  • Eyjólfur Ármannsson, Flokkur fólksins
  • Ólafur Adolfsson, Sjálfstæðisflokkur
  • Björn Bjarki Þorsteinsson, Sjálfstæðisflokkur
  • Arna Lára Jónsdóttir, Samfylkingin

Norðausturkjördæmi – 10 þingmenn

  • Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Miðflokkurinn
  • Þorgrímur Sigmundsson, Miðflokkurinn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen, Framsókn
  • Ingvar Þóroddsson, Viðreisn
  • Sigurjón Þórðarson, Flokkur fólksins
  • Jens Garðar Helgason, Sjálfstæðisflokkur
  • Njáll Trausti Friðbertsson, Sjálfstæðisflokkur
  • Logi Einarsson, Samfylkingin
  • Eydís Ásbjörnsdóttir, Samfylkingin
  • Sæunn Gísladóttir, Samfylkingin

Suðurkjördæmi – 10 þingmenn

  • Karl Gauti Hjaltason, Miðflokkurinn
  • Halla Hrund Logadóttir, Framsókn
  • Guðbrandur Einarsson, Viðreisn
  • Sandra Sigurðardóttir, Viðreisn
  • Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Flokkur fólksins
  • Sigurður Helgi Pálmason, Flokkur fólksins
  • Guðrún Hafsteinsdóttir, Sjálfstæðisflokkur
  • Vilhjálmur Árnason, Sjálfstæðisflokkur
  • Víðir Reynisson, Samfylkingin
  • Ása Berglind Hjálmarsdóttir, Samfylkingin

Suðvesturkjördæmi – 14 þingmenn

  • Bergþór Ólason, Miðflokkurinn
  • Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, Miðflokkurinn
  • Willum Þór Þórsson, Framsókn
  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Viðreisn
  • Sigmar Guðmundsson, Viðreisn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson, Viðreisn
  • Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokkur fólksins
  • Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokkurinn
  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Sjálfstæðisflokkurinn
  • Bryndís Haraldsdóttir, Sjálfstæðisflokkurinn
  • Alma Möller, Samfylkingin
  • Guðmundur Ari Sigurjónsson, Samfylkingin
  • Þórunn Sveinbjarnardóttir, Samfylkingin
  • Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Píratar

Reykjavík suður – 11 þingmenn

  • Snorri Másson, Miðflokkurinn
  • Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Viðreisn
  • Jón Gnarr, Viðreisn
  • Björn Leví Gunnarsson, Píratar
  • Inga Sæland, Flokkur fólksins
  • Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Sjálfstæðisflokkurinn
  • Hildur Sverrisdóttir, Sjálfstæðisflokkurinn
  • Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sósíalistaflokkur Íslands
  • Jóhann Páll Jóhannsson, Samfylkingin
  • Ragna Sigurðardóttir, Samfylkingin
  • Kristján Þórður Snæbjarnarson, Samfylkingin

Reykjavík norður – 11 þingmenn

  • Sigríður Á. Andersen, Miðflokkurinn
  • Ásmundur Einar Daðason, Framsókn
  • Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn
  • Pawel Bartoszek, Viðreisn
  • Lenya Rún Taha Karim, Píratar
  • Ragnar Þór Ingólfsson, Flokkur fólksins
  • Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokkurinn
  • Diljá Mist Einarsdóttir, Sjálfstæðisflokkurinn
  • Kristrún Frostadóttir, Samfylkingin
  • Dagur B. Eggertsson, Samfylkingin
  • Þórður Snær Júlíusson, Samfylkingin (ætlar þó að láta eftir þingsætið sitt og næst á lista er Dagbjört Hákonardóttir)

Þar hafið þið það. Ljóst er þó að spá Heimildarinnar gerir fyrirvara við að þeir flokkar sem eru í hættu á að ná undir 5% á landsvísu séu ákveðinn óvissuþáttur hvað varðar jöfnunarsæti, en slíkt á þá einkum við um Pírata og Sósíalista.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?