fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Fréttir

Ótrúlegur viðsnúningur Sjálfstæðisflokks í könnunum – Er HölluTómas-taktíkin að skila sér?

Ritstjórn DV
Laugardaginn 30. nóvember 2024 10:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki alltaf átt sjö dagana sæla í kosningabaráttunni, í það minnsta hvað varðar skoðanakannanir Maskínu og Prósents.

Hjá Prósent hefur Sjálfstæðisflokkurinn farið niður í lægstu lægðir:

  • Könnun 8. nóvember: 12,3%
  • Könnun 15. nóvember: 12%
  • Könnun 22. nóvember: 11,5%

Hjá Maskínu mældist flokkurinn líka framan af með lítið fylgi:

  • Könnun 7. nóvember: 13,3%
  • Könnun 14. nóvember: 13,4%
  • Könnun 21. nóvember: 14,6%

Það heyrði þó til tíðinda í gær þegar Sjálfstæðisflokkur mældist með 14,7% hjá Prósent og 17,6% hjá Maskínu.

Maskína hefur birt sundurliðun á könnunum sínum og þar er áhugavert að greina hvernig fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur þróast hjá ólíkum hópum. Flokkurinn mældist í gær með 14,1% meðal kjósenda á aldrinum 18-29 ára. Flokkurinn mældist með 11,9% hjá þessum hóp fyrr í vikunni og 10,7% þann 14. nóvember. Svo fylgið hefur tekið mikið við sér hjá unga fólkinu.

Eins hefur fylgið hjá tekjulægstu kjósendunum tekið verulega við sér. Flokkurinn mældist með 3,8% hjá kjósendum með lægri en 550 þúsund krónur á mánuði þann 14. nóvember en mældist í gær með 10,9% hjá sama hóp.  Flokkurinn hefur eins bætt mikið við sig hjá kjósendum á aldrinum 40-49 ára og hjá kjósendum sem hafa aðeins lokið skyldunámi.

Hér má sjá sundurliðun á nýjustu könnun Maskínu:

Hér má svo sjá sundurliðun á könnun Maskínu sem kom út þann 14. nóvember.

Sjálfstæðisflokkurinn mældist svo með 18,4% fylgi í lokakönnun Gallup fyrir kosningarnar, en hér má sjá sundurliðun sem fylgdi könnuninni:

Sjálfstæðisflokkurinn hefur undanfarinn mánuð keyrt öfluga kosningabaráttu á öllum helstu miðlum. Sérstaklega hefur mátt merkja innspýtingu á TikTok þar sem myndbönd hafa vakið mikla athygli og má sjá að þar hefur flokkurinn fengið lánaða hugmynd frá Höllu Tómasdóttur forseta. Halla þótti öflug á TikTok og lék knattspyrnumaðurinn Eyþór Aron Wöhler stórt hlutverk í þeirri herferð en hann hefur nú orðið áberandi í TikTok myndböndum Sjálfstæðisflokksins, ásamt Kristali Mána Ingasyni en saman skipa þeir tvíeykið HúbbaBúbba sem nýtur mikilla vinsælda meðal yngri kynslóðanna.

Eins hefur flokkurinn lagt mikla áherslu á að vara við vinstri stjórn, vara við inngöngu í ESB og loks hefur hjálpað að frá því að kosningabaráttan hófst hefur bæði dregið úr verðbólgu og vextir eru farnir að lækka.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Bolli segist ekki hafa komið nálægt auglýsingunum gegn Degi

Bolli segist ekki hafa komið nálægt auglýsingunum gegn Degi
Fréttir
Í gær

Ari Hermóður ákærður fyrir fjárdrátt frá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur

Ari Hermóður ákærður fyrir fjárdrátt frá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur
Fréttir
Í gær

Guðmundur snýr baki við Viðreisn: „Ég get ekki áttað mig á því hver stefnan er“

Guðmundur snýr baki við Viðreisn: „Ég get ekki áttað mig á því hver stefnan er“
Fréttir
Í gær

Pútín segir að Rússar muni gera tilraunir með ný ofurhljóðfrá flugskeyti

Pútín segir að Rússar muni gera tilraunir með ný ofurhljóðfrá flugskeyti
Fréttir
Í gær

Þýskur leyniþjónustuforingi varar Rússa við

Þýskur leyniþjónustuforingi varar Rússa við
Fréttir
Í gær

Segir hræðsluáróður sjálfstæðismanna beinlínis rangan – væri nær að líta í eigin barm

Segir hræðsluáróður sjálfstæðismanna beinlínis rangan – væri nær að líta í eigin barm