Enzo Maresca, stjóri Chelsea, hefur lokað fyrir þær sögusagnir að samband hans og Jadon Sancho sé slæmt í dag.
Sancho hefur ekki spilað síðustu leiki Chelsea en hann var skráður veikur í langan tíma og var ekki til taks.
Englendingurinn sneri aftur í byrjunarliðið í gær er Chelsea mætti Heidenheim og lagði hann upp tvö mörk í 2-0 sigri.
,,Ég hef sagt það alveg frá byrjun að Jadon er mjög mikilvægur fyrir okkur. Hann verður að vera í standi bæði andlega og líkamlega,“ sagði Maresca.
,,Því miður höfum við ekki notað hann í síðustu leikjum en hann sýndi í kvöld hversu mikilvægur hann er.“
,,Við þurfum á hans gæðum að halda á síðasta þriðjungnum þegar andstæðingurinn situr aftar. Hann mun hjálpa okkur mikið.“