fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
433Sport

Helsti gagnrýnandi Kane minnir á sig – Stenst ekki kröfurnar í mikilvægu leikjunum

Victor Pálsson
Föstudaginn 29. nóvember 2024 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Kane er líklega búinn að finna sinn helsta gagnrýnenda en það er fyrrum leikmaður Liverpool, Dietmar Hamann.

Hamann var alls ekki hrifinn af Kane í vikunni og er ekki sannfærður um að leikmaðurinn sé með gæðin í að koma Bayern Munchen alla leið.

Kane er fyrirliði enska landsliðsins og þá markahæsti leikmaður í sögu Tottenham.

Hamann gagnrýndi Kane í fyrra og hafði þetta að segja eftir komu enska landsliðsmannsins til Þýskalands.

,,Hann var ekki fenginn til félagsins svo hann gæti skorað þrennu gegn Darmstadt,“ sagði Hamann.

,,Hann skorar ekki gegn stóru liðunum. Ég er enn ekki sannfærður um þennan stjörnuleikmann.“

Hamann endurtók sig svo í samtali við TalkSport eftir leik Bayern við Paris Saint-Germain í vikunni sem vannst, 1-0.

,,Ég mætti á þennan leik og ég verð að segja, hann var virkilega slakur. Hann átti ekki skot á markið og spilaði alveg eins og á EM með Englandi.“

,,Það er enn hægt að deila um það hvort hann sé góður gegn bestu liðunum því hann stenst ekki kröfurnar með Englandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Seðlabankastjórinn áfram í Árbænum

Seðlabankastjórinn áfram í Árbænum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Skítleg hegðun Rashford í gær vekur mikla athygli – Sjáðu hvað hann gerði

Skítleg hegðun Rashford í gær vekur mikla athygli – Sjáðu hvað hann gerði
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fólk steinhissa að sjá hver sat með Ferguson á vellinum í gær

Fólk steinhissa að sjá hver sat með Ferguson á vellinum í gær
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Kvartaði undan því að bílnum hans hefði verið rústað – Kom í ljós að hann skemmdi hann sjálfur og þetta er ástæðan

Kvartaði undan því að bílnum hans hefði verið rústað – Kom í ljós að hann skemmdi hann sjálfur og þetta er ástæðan
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Framhjáhaldið fór eins og eldur í sinu – Undirmenn hans mættu með kynlífsdúkku en allt fór á versta veg

Framhjáhaldið fór eins og eldur í sinu – Undirmenn hans mættu með kynlífsdúkku en allt fór á versta veg
433Sport
Í gær

Öll vötn renna til þess að Arnar taki við landsliðinu – „Þetta er það eina sem er rætt við mig“

Öll vötn renna til þess að Arnar taki við landsliðinu – „Þetta er það eina sem er rætt við mig“
433Sport
Í gær

Íslenska landsliðið klárt í slaginn á Spáni – Svona er hægt að sjá leikinn á morgun

Íslenska landsliðið klárt í slaginn á Spáni – Svona er hægt að sjá leikinn á morgun