Hundurinn Maddli hefur verið kynnt til leiks sem lukkudýr EM kvenna 2025.
Í tilkynningu UEFA er Maddli lýst sem orkumiklum sankti bernards-hundi með stórt hjarta og enn stærri drauma. Sankti bernands-hundar eiga sér langa sögu sem björgunarhundar í Sviss þekktir fyrir mikið hugrekki, blíðleika og ótrúlega hæfileika til að aðstoða í erfiðum björgunaraðstæðum í Ölpunum. Þessir eiginleikar gera Maddli að hinum fullkomna ferðafélaga til að ná „toppi tilfinninganna“.
Maddli dregur nafn sitt af Madeleine Boll sem var ein af frumherjum í svissneskri kvennaknattspyrnu