fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Fókus

Einstæð móðir segist hafa viðbjóð á sjálfri sér eftir að hún svaf „óvart“ hjá mjög ungum karlmanni

Fókus
Föstudaginn 29. nóvember 2024 09:59

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir leitar ráða eftir að hún svaf hjá nítján ára dreng. Konan er sjálf 43 ára og segist hafa viðbjóð á sjálfri sér eftir atvikið, en hún heldur því fram að hún hafi ekki vitað hvað hann væri gamall fyrr en næsta dag.

Hún á sjálf tvo unglinga og það hefur valdið henni mikilli vanlíðan að hafa sofið hjá einhverjum sem er ekki mikið eldri en börnin hennar.

Konan skrifaði um málið á spjallborðinu Mumsnet.

Hrædd um að þetta fréttist

Margir hafa skrifað við færsluna og virðast netverjar skiptast í fylkingar. Sumir segja að hún ætti ekki að pæla of mikið í þessu á meðan aðrir segja að þetta hafi verið ógeðslegt af hennar hálfu.

„Ég hef gert eitthvað svo slæmt og ég er svo svekkt út í sjálfa mig,“ skrifaði konan á Mumsnet.

„Ég er 43 ára fráskilin móðir og á tvo unglinga. Í fyrra fluttum við í nýtt hverfi og ég hef lagt mig fram við að kynnast fólki og eignast vini.“

Konan útskýrði að eftir að hafa farið út á lífið með vinum sínum hafi fólk endað í eftirpartýi heima hjá henni. Börnin voru hjá pabba sínum.

„Einn sem ég er að æfa með var þarna með vinum sínum, hann er sjálfur á þrítugsaldri, nær tvítugu en þrítugu, þannig ég gerði ráð fyrir að vinur hans væri það líka. Til að gera langa sögu stutta þá endaði ég með því að sofa hjá vininum.

Þetta var gjörsamlega út úr karakter fyrir mig. Ég er ekki vön að gera svona, ég er 43 ára og hef ekki stundað skyndikynni síðan ég var tvítug.“

Óvart eða ógeð?

Konan komst að sannleikanum daginn eftir. „Hann viðurkenndi að hann væri bara nítján ára,“ segir hún.

„Ég fylltist andstyggð á sjálfri mér og ég get ekki hætt að hugsa um þessi mistök sem ég gerði og mun aldrei gera aftur […] Hvað mun fólk segja, hvað myndi fólk segja ef þetta væri karlmaður sem svaf hjá nítján ára stúlku? Er ég að ofhugsa þetta?“

Sumir netverjar reyndu að stappa í hana stálinu og sögðu unga manninn vera sjálfráða og þess vegna væri þetta í lagi.

En það voru ekki allir sammála um að konan ætti ekki að skammast sín. „En af hverju var í lagi að sofa hjá honum ef hann væri nýskriðin yfir tvítugt? Samt skrýtið,“ sagði ein móðir.

„Ég er ekki sammála þeim sem segja að þetta sé í lagi því hann er sjálfráða. Ég á nítján ára stelpu og væri miður mín ef hún væri með 43 ára karlmanni. Það breytir engu að þú sért kvenkyns og yngri aðilinn sé karlkyns, alveg jafn rangt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Læknir segir að þetta ættu allir að kunna – „Eina kúkaráðið sem virkar í alvöru“

Læknir segir að þetta ættu allir að kunna – „Eina kúkaráðið sem virkar í alvöru“
Fókus
Í gær

Sorgartíðindi úr herbúðum spjallþáttadrottningarinnar

Sorgartíðindi úr herbúðum spjallþáttadrottningarinnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Óheppileg mistök Costco vekja athygli Íslendinga – „Hver setur stól í örbylgjuofn?“

Óheppileg mistök Costco vekja athygli Íslendinga – „Hver setur stól í örbylgjuofn?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur í áfalli yfir þyngdartapi söngkonunnar

Aðdáendur í áfalli yfir þyngdartapi söngkonunnar