Í frétt Morgunblaðsins í dag kemur fram að fjárhagsstaða RÚV komi í veg fyrir að hægt sé að frumsýna þáttinn á þessu ári og er þetta annað árið í röð sem slíkt gerist. Frumsýning á Húsó var til dæmis fyrirhuguð í lok síðasta árs en var færð fram á nýársdag.
Í viðtalinu bendir Skarphéðinn á að árið sem er að líða hafi verið stórt með tvennum kosningum, eldgosum, Ólympíuleikum og EM í fótbolta. „Við erum auk þess þegar búin að sýna tvær stórar seríur á árinu, Húsó og Ráðherrann.“
Alls verða þættirnir fjórir talsins og fer Nína Dögg Filippusdóttir með hlutverk Vigdísar. Fjalla þættirnir um líf Vigdísar fram að forsetakosningunum 1980 þegar hún var kjörin forseti. Björn Hlynur Haraldsson og Tinna Hrafnsdóttir leikstýra þáttunum og er óhætt að segja að margir bíði þeirra með talsverðri eftirvæntingu.