Vont versnaði fyrir Real Madrid þegar rúta liðsins var að leggja af stað frá Liverpool til Madríd í gær eftir að hafa skutlað leikmönnum félagsins á flugvöllinn.
Leikmenn Real Madrid flugu en félagið fer alltaf með rútu á leikstað og ferðast í litum félagsins.
Rútan klessti aftan á stóran flutningabíl og varð talsvert tjón á rútunni.
Vitni segja það heppni að leikmenn Real Madrid hafi ekki verið með um borð, þeir hefðu svo sannarlega getað slasast við höggið.
Rútubílstjórinn slapp ómeiddur frá þessu en á miðvikudag tapaði Real Madrid 2-0 gegn Liverpool á Anfield.