fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Fréttir

Segir hræðsluáróður sjálfstæðismanna beinlínis rangan – væri nær að líta í eigin barm

Eyjan
Fimmtudaginn 28. nóvember 2024 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sama tíma og jákvæður viðsnúningur er á rekstri borgarsjóðs og Reykjavíkurborg skilar rekstrarafgangi á þessu ári og horfurnar eru mjög bjartar til framtíðar staglast borgarfulltrúar minnihlutans í borgarstjórn, með Sjálfstæðisflokkinn í broddi fylkingar, á því að staða borgarinnar sé slæm, þvert á staðreyndir.

Í nýjum Náttfarapistli á Hringbraut fjallar Ólafur Arnarson um þann mikla mun sem er á rekstri ríkissjóðs og borgarsjóðs. Borgarsjóður verður gerður upp með 500 milljóna afgangi á þessu ári. Á næsta ári vex afgangurinn í 1,6 milljarða, í 4,6 árið 2026, 6,7 milljarða 2027, 9,6 milljarða 2028 og í 13 milljarða 2029.

Fyrir nokkrum dögum afgreiddi starfsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fjárlög með 70 milljarða halla fyrir næsta ár og verður 2025 áttunda árið í röð sem vinstristjórn Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssonar skilar hallarekstri á ríkissjóði og hafa skuldir ríkisins tvöfaldast á þessu tímabili.

Þetta virðist alveg hafa farið fram hjá sjálfstæðismönnum, skrifar Ólafur.

Það hljómar því innantómt í kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins núna fyrir alþingiskosningar að reyna að sverta fjármálastjórn borgarinnar í augum kjósenda. Upplýsingar liggja fyrir um að flokksmenn sem hringja út til kjósenda og biðja um stuðning vari annars vegar við hættu á vinstri stjórn og hins vegar við „Reykjavíkurmódeli“ sem einkennist af fjármálaóreiðu. Það er stórkostlega ósvífið að Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur verið í sjö ára samstarfi við Vinstri græna – sem þeir slitu svo sjálfir með látum – vari kjósendur við hættu á vinstri stjórn. Þeir hafa sjálfir verið burðarásinn í vinstristjórn í sjö ár. Rétt er að rifja upp að þegar Sjálfstæðisflokkurinn leiddi Katrínu Jakobsdóttur til öndvegis í vinstristjórn þeirra í lok árs 2017 gerðu þeir einnig Steingrím J. Sigfússon að forseta Alþingis. Þeir réttu manninum sem stjórnaði því að fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins var einn manna dreginn fyrir Landsdóm þá virðingar-og valdastöðu að gegna embætti forseta Alþingis og vera þar með einn af handhöfum forsetavalds. Varla hafa kjósendur Sjálfstæðisflokksins í kosningunum 2017 gert ráð fyrir að þannig yrði farið með atkvæði sem þeir veittu forystu Sjálfstæðisflokksins í kosningunum!

Ólafur segir baktal útsendara Sjálfstæðisflokksins um meirihlutann í Reykjavík ekki beinast aðeins að Samfylkingunni og Degi B. Eggertssyni, sem sjálfstæðismenn og sérstaklega Morgunblaðið virðist hafa á heilanum, heldur ráðist þeir einnig á samstarfsflokka Samfylkingarinnar í borginni, Viðreisn, Pírata og Framsóknarflokkinn.

Ólafur segir óvild sjálfstæðismanna í garð Dags B. Eggertssonar stafa af því að í 14 ár hafi hann verið í forsvari fyrir meirihlutum í borginni og tryggt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið valdalaus í minnihluta, úti í kuldanum, allan þann tíma. Þeir dagar þegar Sjálfstæðisflokkurinn hafði öll völd í borginni séu liðnir og komi aldrei aftur.

Hann segir verðbólgu og vexti nú á niðurleið þrátt fyrir lausatök vinstristjórnar Bjarna Benediktssonar á ríkisfjármálunum; aðilar vinnumarkaðarins eigi heiðurinn af því en ekki ríkisstjórnin. Kjósendur kalli eftir breytingum og þjóðin þurfi nú hvíld frá Sjálfstæðisflokknum og Vinstri grænum.

Náttfara í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hafnarfjarðarbær lokar „bílakirkjugarðinum“ við kirkjugarðinn

Hafnarfjarðarbær lokar „bílakirkjugarðinum“ við kirkjugarðinn
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Stefán Einar svekktur eftir gærkvöldið: „Þetta finnst mér sannast sagna ótrúlegt og lýsa litlum félagsþroska”

Stefán Einar svekktur eftir gærkvöldið: „Þetta finnst mér sannast sagna ótrúlegt og lýsa litlum félagsþroska”
Fréttir
Í gær

Ólga í Mosfellsbæ vegna opnunar meðferðarheimilis fyrir unglinga – Bæjarstjóri segir upplýsingar um gæsluvarðhald í Kveik villandi

Ólga í Mosfellsbæ vegna opnunar meðferðarheimilis fyrir unglinga – Bæjarstjóri segir upplýsingar um gæsluvarðhald í Kveik villandi
Fréttir
Í gær

Segir lögregluna hafa ginnt áttræðan föður sinn – Kominn á sakaskrá og fær ekki safngripinn sinn til baka

Segir lögregluna hafa ginnt áttræðan föður sinn – Kominn á sakaskrá og fær ekki safngripinn sinn til baka