Samfylkingin fær mest fylgi í nýrri skoðanakönnun sem Prósent gerði fyrir Morgunblaðið. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur bæta nokkuð við sig fylgi frá síðustu könnunum Prósent.
Samfylking fær 21,8% í könnuninni en næststærsti flokkurinn er Viðreisn með 17,6%.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að mælast með lægra fylgi hjá Prósent en öðrum könnunarfyrirtækjum og var síðast með 11,5%. Núna er fylgið komið upp í 14,7%.
Miðflokkurinn er með slétt 12% og Flokkur fólksins 11,2%.
Framsókn bætir nokkuð við sig og er með 6,4%.
Sósíalistar ná inn á þing samkvæmt þessu og fá 5,8%. Einnig Píratar sem eru með 5,5%.
VG eru hins vegar út af þingi með 3,4%.
Lýðræðisflokkurinn fær 1,2% og Betri framtíð 0,4.