fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Fréttir

Voru Sjálfstæðismenn að gera það sama og þeir urðu sárir út í Þorsteinn V fyrir?

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 28. nóvember 2024 14:30

Valhöll, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkurt uppnám varð meðal frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins og raunar fleiri sem virkir eru í starfi flokksins í gær þegar upp úr krafsinu kom að Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur líkti stefnu flokksins við hugmyndir norska hryðjuverkamannsins og fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik. Í myndbandi Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna, verður þó ekki betur séð en að flokkurinn hafi einmitt gert nokkuð svipað með því að líkja stefnu Samfylkingarinnar við Sovétríkin sálugu.

Hildur Sverrisdóttir þingmaður og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins vakti athygli á skrifum Þorsteins í gær og sagði að sér væri misboðið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherrar og frambjóðendur flokksins tóku undir það.

Hildur mjög ósátt við Þorstein í Karlmennskunni – Vanþekking er eitt en óheiðarleiki annað

Hinn alvitri leiðtogi

Eins og margir ættu að vita einkenndust Sovétríkin sálugu af kúgun, ofbeldi og kommúnískum áætlanabúskap. Ekkert tjáningarfrelsi var til staðar og þau sem mótmæltu stjórnvöldum voru fangelsuð, beitt ofbeldi eða jafnvel myrt.

Myndband Heimdallar, sem birt var á samfélagsmiðlum í gær, er sett fram í léttum tón en augljóslega er tilgangurinn að skapa hugrenningatengsl milli Samfylkingarinnar og Sovétríkjanna. Undir ræðu Júlíusar Viggós Ólafssonar, formanns Heimdallar, sem klæddur er í hermannabúning og ávarpar áhorfendur sem „félaga“ (e. comrade) eins og gjarnan var gert í kommúnistaríkjunum eru spilaðar myndir frá Sovétríkjunum. Einnig er birt mynd, sem bersýnilega hefur verið búin til, af Kristrúnu Frostadóttur formanni Samfylkingarinnar í jakka sem minnir á sovéskan herforingjabúning. Í myndbandinu er Kristrún kölluð „okkar alvitri leiðtogi“ en slíkt orðalag var gjarnan notað um þjóðarleiðtoga Sovétríkjanna og er enn notað um leiðtoga þeirra einræðisríkja sem enn eru til í heiminum

Júlíus segir í myndbandinu, í gervinu, að Samfylkingin ætli ekki langt til vinstri en ætlunin með myndbandinu er greinilega að sannfæra kjósendur um annað.

Undir niðri er spilaður söngur kórs sem greinilega er á rússnesku.

Myndbandið endar fyrir utan Hallveigarstíg 1 í Reykjavík þar sem skrifstofa Samfylkingarinnar er til húsa. Júlíusi er síðan ekið á brott í Hummer-jeppa, sem er þó bandarísk uppfinning, líkan þeim sem gjarnan eru notaðir í hernaði og út um glugga jeppans veifar hann rauðum fána sem minnir á fána Sovétríkjanna.

Ánægðir þingmenn

Í athugasemd við myndbandið á Instagram-síðu Heimdallar lýsir Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins yfir ánægju sinni með það og ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir líka við það.

Það virðist skjóta nokkuð skökku við að móðgast yfir því að vera líkt við öfgamann og fjöldamorðingja en líkja síðan pólitískum andstæðingum sínum við ríki sem rak mjög öfgafulla stefnu sem meðal annars einkenndist af fjöldamorðum.

Munurinn á myndbandi Heimdallar og skrifum Þorsteins V. er hins vegar sá að það fyrrnefnda er augljóslega sett fram í léttum dúr og í því er aldrei minnst beint á ofbeldi  eins og í skrifum Þorsteins V. Í myndbandinu sjást hins vegar meðal annars sovéskar hersýningar og vopn. Tilgangur myndbandsins virðist því vera að skapa ákveðin hugrenningatengsl milli Samfylkingarinnar og Sovétríkjanna frekar en að líkja þessu tvennu saman með beinum hætti.

Vel er hægt að lýsa myndbandinu sem gríni sem engin alvara liggi á bak við en á móti er hægt að minnast þess orðatiltækis að öllu gríni fylgi nokkur alvara.

Myndbandið er hér fyrir neðan og tengill á það er hér. Sjáir þú það ekki er ráð að endurhlaða síðuna.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Heimdallur (@heimdallurxd)

Loks má hér fyrir neðan sjá þau skrif Þorsteins V. Einarssonar sem fóru svo fyrir brjóstið á Sjálfstæðismönnum, á Facebook-síðunni Karlmennskan sem hann heldur úti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hildur mjög ósátt við Þorstein í Karlmennskunni – Vanþekking er eitt en óheiðarleiki annað

Hildur mjög ósátt við Þorstein í Karlmennskunni – Vanþekking er eitt en óheiðarleiki annað
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Nýtt rússneskt flugskeyti flaug á 11 földum hljóðhraða í 15 mínútur

Nýtt rússneskt flugskeyti flaug á 11 földum hljóðhraða í 15 mínútur
Fréttir
Í gær

Bendir á sláandi tölur um kaupmátt á Norðurlöndunum – „Það er dýrt að vera Íslendingur“

Bendir á sláandi tölur um kaupmátt á Norðurlöndunum – „Það er dýrt að vera Íslendingur“
Fréttir
Í gær

Furðar sig á máli Díegó – „Eitthvað er samt undarlegt við það“

Furðar sig á máli Díegó – „Eitthvað er samt undarlegt við það“
Fréttir
Í gær

Ásgerður Jóna ómyrk í máli: „Við erum í raun að flytja inn fátækt“

Ásgerður Jóna ómyrk í máli: „Við erum í raun að flytja inn fátækt“
Fréttir
Í gær

Umdeild Facebook-færsla Brynhildar hvarf eftir að Morgunblaðið spurðist fyrir um hana

Umdeild Facebook-færsla Brynhildar hvarf eftir að Morgunblaðið spurðist fyrir um hana