Maskína hefur sent frá sér nýja könnun um fylgi stjórnmálaflokkanna. Fyrirtækið hafði áður boðað mikil tíðindi um fylgi Flokks fólksins frá síðustu könnun þess, sem birtist fyrir viku síðan, en fylgisaukningin er 2 prósentustig og fylgið er þar með komið í tveggja stafa tölu. Framsóknarflokkurinn bætir einnig við sig en stærstu flokkarnir dala allir.
Samfylkingin er með mesta fylgið í könnuninni, 20,4 prósent og lækkar um rúmlega 2 prósentustig frá síðustu könnun Maskínu. Viðreisn fylgir fast á eftir með 19,2 prósent og dalar um 1,7 prósentustig frá síðustu könnun. Í þriðja sæti er Sjálfstæðisflokkurinn sem fær 14,5 prósent og stendur í stað. Miðflokkurinn mælist með 11,6 prósent og dalar um 1 prósentustig.
Flokkur fólksins kemur þar á eftir með með 10,8 prósent en fékk 8,8 prósent í síðustu könnun.
Framsóknarflokkurinn bætir einnig við sig. Fær núna 7,8 prósent en mældist fyrir viku með 5,9 prósent.
Píratar bæta við sig prósentustigi fara úr 4,3 í 5,4 prósent sem ætti að duga þeim til að hljóta þingsæti.
Sósíalistaflokkurinn stendur í stað í 5 prósentum.
Vinstri grænir bæta örlítið við sig, fara úr 3,1 í 3,7 prósent.
Lýðræðisflokkurinn rekur lestina með 1,1 prósent sem er lækkun um hálft prósentustig frá síðustu könnun.
Alls svöruðu 2.617 manns könnuninni.