Bókakonfekt Forlagsins heldur áfram í kvöld kl. 20 í bókabúð Forlagsins á Fiskislóð 39 í Reykjavík. Kvöldið er það síðasta af fjórum en á þeim koma höfundar höfundar Forlagsins og kynna bækur sínar fyrir gestum, spjalla um þær og lesa upp úr þeim.
Upplestrarkvöldin eru fyrir löngu orðin fastur liður í vetrardagskrá bókaáhugafólks og þar myndast notalegt og hátíðlegt andrúmsloft. Léttar veitingar í boði, bóksala á staðnum og höfundar lesa og árita bækur.
Dagskrá hefst kl. 20:00 en húsið opnar 19:00 og hægt verður að koma sér vel fyrir og jafnvel tryggja sér eintak af vel völdum bókum fyrir lestra.
Upplestrar kvöldsins verða:
Herdís Magnea Hubner og Auri Hinriksson – Ég skal hjálpa þér: Saga Auriar
Sigrún Eldjárn – Fjársjóður í mýrinni
Sæunn Kjartansdóttir – Gáfaða dýrið
Benný Sif Ísleifsdóttir – Speglahúsið
Gerður Kristný – Jarðljós
Sævar Helgi Bragason – Kúkur, piss og prump
Ása Marin – Hittu mig í Hellisgerði
Ófeigur Sigurðsson – Skrípið
Gunnar Helgason – Stella segir bless!