Þegar Cristiano Ronaldo hefur lokið leik eru mótherjar hans yfirleitt fljótir til og vilja skipta um treyju við hann, þetta hefur verið allan hans feril.
Ronaldo er alltaf klár í slíkt en hefur þó sagt frá því að eitt félag eigi ekki séns þegar kemur að þessu. hjá honum
Ástæðan eru atvik sem áttu sér stað í leik Manchester United og Roma árið 2007 í Meistaradeild Evrópu.
Ronaldo og félagar unnu þá 7-1 sigur á Roma á Old Trafford en hann hefur aldrei fyrirgefið framkomu þeirra í leiknum.
„Þegar staðan var 6-0 þá báðu þeir mig að hætta, einn þeirra bað mig að hætta að rekja boltann,“ segir Ronaldo.
„Aðrir hótuðu því að meiða mig, það er enginn leikmaður þar sem gæti skipt um treyju við mig.“