Á opnum fundi hjá DGAP-hugveitunni í Berlín í gær sagði Bruno að aðildarríki NATO gætu liðið þannig á að slík skemmdarverk myndu varða við 5. grein Atlantshafssáttmálans. Hann kveður á um að árás á eitt ríki jafngildi árás á þau öll.
Rússar hafa verið sakaðir um skemmdarverk á ýmsum innviðum í Evrópu undanfarin misseri og er skemmst að minnast nýlegs atviks þar sem sæstrengur var rofinn á milli Finnlands og Þýskalands á botni Eystrasalts. Ljóst er að um vísvitandi skemmdarverk var að ræða. Þá var annar sæstrengur á milli Litáens og Svíþjóðar rofinn.
Bruno kveðst eiga von á því að Rússar muni leggja aukinn þunga í slíkan hernað á næstu misserum. Hann varar Rússa þó við því enda geti aðildarríki NATO litið á slíkt sem árás sem bregðast þyrfti við.