fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Fréttir

Stefán Einar svekktur eftir gærkvöldið: „Þetta finnst mér sannast sagna ótrúlegt og lýsa litlum félagsþroska”

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 28. nóvember 2024 10:00

Stefán Einar Stefánsson. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Einar Stefánsson, fjölmiðlamaður á Morgunblaðinu, stýrði umræðum í oddvitakappræðum í Suðurkjördæmi í gærkvöldi en kappræðurnar voru haldnar á Sviðinu á Selfossi.

Öllum framboðum sem bjóða fram í kjördæminu var boðið á kappræðurnar en fulltrúar aðeins fjögurra þeirra sáu ástæðu til að mæta. Stefán Einar segir frá þessu á Facebook-síðu sinni.

Aðrir flokkar hvattir til að mæta ekki?

„Fyrr í vikunni kom í ljós að Viðreisn og Samfylking hugðust ekki senda fulltrúa á þennan fund og ekki þekki ég nákvæmlega ástæður þess, ekki síst í ljósi þess að frambjóðendur eru afar virkir í þátttöku ýmiskonar vítt og breitt um landið allt,“ segir Stefán Einar og bætir svo við:

„En svo fékk ég staðfest i gærkvöldi að kosningastjóri Samfylkingarinnar hefði hringt í fulltrúa annarra framboða og ítrekað að flokkurinn hygðist ekki taka þátt í viðburðinum og að því er virðist með hvatningu um að aðrir flokkar ættu að gera slíkt hið sama!“

Eðli málsins samkvæmt er Stefán Einar ósáttur við þetta en hann hefur vakið athygli fyrir beitt viðtöl sín í aðdraganda kosninganna sem fram fara á laugardag.

„Þetta finnst mér sannast sagna ótrúlegt og lýsa litlum félagsþroska. Einkum þó skammsýni. En þá var ekki annað að gera en að fylgja góðri reglu sem ég lærði snemma í fjölmiðlunum. Ef menn vilja ekki tala við okkur, þá tölum við bara um þá,“ segir Stefán Einar og bætir við að þeir frambjóðendur sem mættu á svæðið hafi því fengið í lokaorðum að útskýra sérstaklega af hverju kjósendur ættu að styðja þá en ekki flokkana sem ekki mættu til leiks.

Þau sem mættu ekki

„Það var málefnalegt og hressilegt um leið. En mest fannst mér þó merkilegt að sjá að kjósendur, þátttakendur á fundinum voru allt annað en hressir með candidati absconditus. Hvaða skilaboð eru það frá flokkunum þegar þeir nenna ekki að mæta kjósendum? Svari nú hver fyrir sig!,“ segir Stefán Einar.

Í frétt Morgunblaðsins í morgun kom fram að Víðir Reynisson, oddviti Samfylkingarinnar, Guðbrandur Einarsson, oddviti Viðreisnar, Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, oddviti Vinstri grænna, Týr Þórarinsson, oddviti Pírata, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, oddviti Flokks fólksins og Unnur Rán Reynisdóttir, oddviti Sósíalista, hafi ekki látið sjá sig.

En það gerðu hins vegar Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks, Elvar Eyvindsson, oddviti Lýðræðisflokksins, Karl Gauti Hjaltason, oddviti Miðflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson frá Framsóknarflokknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lýðræðisflokkurinn hunsaður í kappræðum Heimildarinnar og kosningastjórinn ósáttur – „Fordæmi ég svona vinnubrögð“

Lýðræðisflokkurinn hunsaður í kappræðum Heimildarinnar og kosningastjórinn ósáttur – „Fordæmi ég svona vinnubrögð“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Endurheimta búnað úr mathöllinni sem aldrei varð

Endurheimta búnað úr mathöllinni sem aldrei varð
Fréttir
Í gær

Ólga í Mosfellsbæ vegna opnunar meðferðarheimilis fyrir unglinga – Bæjarstjóri segir upplýsingar um gæsluvarðhald í Kveik villandi

Ólga í Mosfellsbæ vegna opnunar meðferðarheimilis fyrir unglinga – Bæjarstjóri segir upplýsingar um gæsluvarðhald í Kveik villandi
Fréttir
Í gær

Segir lögregluna hafa ginnt áttræðan föður sinn – Kominn á sakaskrá og fær ekki safngripinn sinn til baka

Segir lögregluna hafa ginnt áttræðan föður sinn – Kominn á sakaskrá og fær ekki safngripinn sinn til baka
Fréttir
Í gær

Segir að Rússar séu reiðubúnir til gera fjölda netárása á Bretland

Segir að Rússar séu reiðubúnir til gera fjölda netárása á Bretland
Fréttir
Í gær

Engar rauðar línur hjá Frökkum – Opna á að senda hermenn til Úkraínu

Engar rauðar línur hjá Frökkum – Opna á að senda hermenn til Úkraínu