Samkvæmt fréttum á Spáni hefur Paul Pogba hafnað því að ganga í raðir Newcastle á nýju ári en kappinn er án félags.
Pogba hefur samið við Juventus um starfslok en Pogba má byrja að spila fótbolta aftur í mars.
Pogba var dæmdur í bann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi, bannið átti að vera í fjögur ár en var stytt niður í fjórtán mánuði.
Pogba á að hafa fengið tilboð frá Newcastle en ekki haft neinn áhuga á því.
Hann er sagur vilja fara annað en til Englands þar sem hann hefur í tvígang verið á mála hjá Manchester United.