Samkvæmt fréttum á Englandi eru líkur á því að dómsmálið gegn Manchester City þar sem félagið er ákært í 115 liðum klárist ekki strax.
Vonir voru gerðar til þess að málið myndi klárast í næsta mánuði og málið þá loks taka enda.
Daily Mail segir hins vegar að málið sé flóknara en svo að endanleg niðurstaða fáist þá.
Blaðið segir líklegra að málið verði klárað næsta sumar þegar tímabilinu er lokið á Englandi.
City er ákært fyrir að hafa brotið alvarlega á reglum um fjármögnun félaga en City harðneitar sök.