fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
433Sport

Myndarlegur hagnaður á vinsælasta hlaðvarpi landsins – Skákar stórstjörnum á borð við Sóla Hólm og Auðunni Blöndal

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 28. nóvember 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í frétt á forsíðu Viðskiptablaðsins er greint frá því að vinsælasta hlaðvarp landsins, Dr. Football hafi gengið vel  árið 2023 þegar kemur að rekstri í kringum hlaðvarpið. Hlaðvarpið fjallar eingöngu um fótbolta.

Þar segir að 34 milljóna króna hagnaður hafi verið á fyrirtækinu Doc Media sem heldur utan um rekstur Hjörvars Hafliðasonar á hlaðvarpinu vinsæla.

Úttekt Viðskiptablaðsins nær í heild til 400 afkomuhæstu samlags- og sameignarfélaganna í fyrra, byggt á álögðum tekjuskatti og tryggingagjaldi samkvæmt álagningarskrá lögaðila sem Skatturinn birti á dögunum.

Hjörvar stofnaði hlaðvarp sitt árið 2018 og hefur hlaðvarpið frá þeim tíma verið það vinsælasta á landinu.

Segja má að Hjörvar hafi rutt brautina fyrir marga en hann var einn af þeim fyrstu sem náðu í gegn með vinsælt hlaðvarp. Margir hafa fylgt í kjölfarið.

Í frétt Viðskiptablaðsins segir að Hjörvar hafi færst upp um þrjú sæti á listanum yfir tekjuhæsta lista og fjölmiðlafólkið sem heldur úti samlagsfélagi. Hann skákar meðal annars stórstjörnum á borð við Sóla Hólm og Auðunn Blöndal þegar kemur að hagnaði.

Samlagsfélag Sóla hagnaðist um 24 milljónir á síðasta ári en félag Auðuns um 18 milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool pakkaði Real Madrid saman – Tvö víti fóru forgörðum á Anfield

Liverpool pakkaði Real Madrid saman – Tvö víti fóru forgörðum á Anfield
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ruben Amorim sendir sneið á Ed Sheeran eftir helgina

Ruben Amorim sendir sneið á Ed Sheeran eftir helgina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Albert segir að búið sé að ganga frá ráðningu við Arnar og að þessi taki við honum í Víkinni

Albert segir að búið sé að ganga frá ráðningu við Arnar og að þessi taki við honum í Víkinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fagnar því að mjög klúrin umræða um brjóst hafi verið í beinni útsendingu í gær – „Wokeismi er dauður“

Fagnar því að mjög klúrin umræða um brjóst hafi verið í beinni útsendingu í gær – „Wokeismi er dauður“