Eigendurnir tveir, Dilshad Shamo og Ali Khdir, voru nýlega sakfelldir fyrir að hafa stundað smygl á fólki. Á tíunda degi réttarhaldanna yfir þeim játuðu þeir sök.
Sky News skýrir frá þessu og segir að fyrir dómi hafi lögreglan skýrt frá því að mennirnir hafi lifað tvöföldu lífi. Þeir hafi virst reka bílaþvottastöð en hafi um leið verið meðlimir í glæpasamtökum sem smygla innflytjendum til Evrópu og innan Evrópu.
Mennirnir voru ákærðir fyrir að hafa brotið innflytjendalög á Ítalíu, Rúmeníu, Króatíu og Þýskalandi með því að flytja fólk til þessara landa frá því í september 2022 fram í apríl 2023. Flestir innflytjendanna voru frá Íran, Írak og Sýrlandi.
Fyrir dómi kom fram að þeir hafi notað bílaþvottastöðina til að hylma yfir afbrotin.
Shamo, sem fæddist í Írak, og Khdir, sem fæddist í Íran, eru breskir ríkisborgarar.
Innflytjendurnir greiddu þeim stórfé, oft mörg hundruð þúsund pund, fyrir að komast til Evrópu.