fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Fréttir

Af hverju er svona hljótt? Þetta verður sífellt óþægilegra

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 28. nóvember 2024 04:30

Pútín og Xi Jinping. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Algjör þögn ríkir í Kína varðandi stuðning Norður-Kóreu við Rússland og margir sérfræðingar furða sig á að það sé svona hljótt.

Á sama tíma og mörg þúsund norðurkóreskir hermenn eru á leið á vígvöllinn í Úkraínu, heyrist ekkert frá Kínverjum. Þeir hafa ekki tjáð sig um þessa þróun mála og segir The Guardian að þetta hafi vakið furðu margar bandarískra og breskra sérfræðinga.

Nú síðast sagði Kurt Campell, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, á ráðstefnu hugveitunnar Center for Strategic and International Studies að það kraumi undir í Kína. „Samband Rússlands og Kína, verður sífellt óþægilegra fyrir Kína,“ sagði hann og benti á að Kínverjar hafi miklar áhyggjur af að samband Rússlands og Norður-Kóreu geti styrkt stöðu Bandaríkjanna hjá bandalagsríkjum þeirra í Asíu. Og það eru ekki góðar fréttir fyrir Kínverja ef Bandaríkin styrkja stöðu sína í heimshlutanum.

Það þjónar auðvitað hagsmunum Bandaríkjanna að Campbell blási í glóðir hugsanlegra deilna við Kína en margir sérfræðingar benda á að í þessu samhengi sé svolítið sem standist ekki skoðun. Þetta sagði Dennis Wilder, fyrrum starfsmaður CIA og núverandi aðstoðarmaður Campbell.

„Þögnin í tengslum við þetta efni blasir við. Það er ekki minnst einu orði á þetta í kínverskum fjölmiðlum. Hvorki um samninginn á milli Rússlands og Norður-Kóreu frá því í sumar eða norðurkóreska hermenn í Rússlandi og Úkraínu. Hvernig geta Kínverjar útskýrt hvað er að gerast og hvernig hunsa þeir það á alþjóðavettvangi að bandalagsþjóð þeirra er nú að berjast í Úkraínu? Evrópubúar verða reiðir yfir þessu en þeir verða ekki reiðir út í Norður-Kóreu, heldur Kína,“ sagði Wilder í samtali við The Guardian.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Endurheimta búnað úr mathöllinni sem aldrei varð

Endurheimta búnað úr mathöllinni sem aldrei varð
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum
Umpólun Snorra?
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Er það líklegt til árangurs fyrir stjórnmálaflokkana að hringja í fólk?

Er það líklegt til árangurs fyrir stjórnmálaflokkana að hringja í fólk?
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Bendir á sláandi tölur um kaupmátt á Norðurlöndunum – „Það er dýrt að vera Íslendingur“

Bendir á sláandi tölur um kaupmátt á Norðurlöndunum – „Það er dýrt að vera Íslendingur“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hannes Hólmsteinn um Sjálfstæðisflokkinn: „Háir þeim hversu miklir meinleysingjar þeir eru“

Hannes Hólmsteinn um Sjálfstæðisflokkinn: „Háir þeim hversu miklir meinleysingjar þeir eru“
Fréttir
Í gær

Ásgerður Jóna ómyrk í máli: „Við erum í raun að flytja inn fátækt“

Ásgerður Jóna ómyrk í máli: „Við erum í raun að flytja inn fátækt“