Úkraínskir embættismenn segja að eina ástæðan fyrir að þessi flugskeyti komist á loft og geti flogið, sé að í þeim eru vestrænir íhlutir.
„Öll rafkerfin í þeim eru útlend. Það er ekkert kóreskt í þeim,“ sagði talsmaður rannsóknarstofu í Kyiv, þar sem leifar flugskeytanna eru rannsakaðar, í samtali við CNN.
CNN segir að „engar áreiðanlegar upplýsingar“ liggi fyrir um hvernig þessir íhlutir enduðu í Norður-Kóreu en margir sérfræðingar sögðu í samtali við miðilinn að „allt bendi til“ að það séu Kínverjar sem hjálpi Norður-Kóreu að verða sér úti um íhlutina.