fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Fréttir

Lýðræðisflokkurinn hunsaður í kappræðum Heimildarinnar og kosningastjórinn ósáttur – „Fordæmi ég svona vinnubrögð“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 27. nóvember 2024 17:30

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, kosningastjóri Lýðræðisflokksins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðillinn Heimildin hélt vel heppnaðar leiðtogakappræður í Tjarnarbíó á þriðjudagskvöld.

Fulltrúar níu framboða sem mælst hafa með yfir 2,5 prósenta fylgi á landsvísu í kosningaspá Heimildarinnar tóku þátt. Lýðræðisflokkurinn var ekki á meðal þátttakenda og er kosningastjóri flokksins, Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, afar ósáttur við það.

Hjörtur skrifar harðorðan pistil á Facebook-síðu Lýðræðisflokksins í gær þar sem hann gagnrýnir hunsun á flokknum, sem og að selt hafi verið inn á viðburðinn:

Fjölmiðillinn Heimildin segist blása til lýðræðishátíðar nú í kvöld 26. nóvember í Tjarnarbíó. Á hátíðina kostar krónur 2990. Heimildin segist ætla að bjóða uppá lifandi kappræður og að hún hafi boðið útvöldum stjórnmálaflokkum og Lýðræðisflokknum er ekki boðið. Með ótrúlegum og ólýðræðislegum hætti tekur Heimildin sér alvaldsráð og setur upp fáránleg skilyrði fyrir þátttöku í þessari „lýðræðishátíð“ þeirra.

Samkvæmt heimildinni þurfa flokkar að hafa mælst með 2,5% fylgi í skoðanakönnunum sem þeir sjálfir sjá um og stýra til að fá að taka þátt. Heimildin virðist hafa einkennilegar aðferðir til að meta það og hunsar því ýmsar skoðanakannanir sem gerðar eru með lýðræðislegum hætti, bæði skoðanakannanir Bylgjunnar og einnig hjá DV. en fyrir nokkrum vikum mældist Lýðræðisflokkurinn með 6,4% fylgi úr tæplega 12 þúsund manna úrtaki hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. DV sýndi Lýðræðisflokkinn með tæp 5%.

Nú velti ég fyrir mér hlutleysi fjölmiðla? Er það lýðræðislegt að fjölmiðlar eins og Heimildin þiggi tæpar 55 milljónir frá ríkinu? Einnig fengu Kjarninn og Stundin samtals tæpar 37 milljónir í en þeir miðlar sameinuðust einmitt Heimildinni. Alls hefur Heimildin því fengið hátt í 100 milljónir frá ríkinu.

Ég spyr því aftur hvort það sé lýðræðislegt að ríkisstyrktur fjölmiðill sýni svona ólýðræðisleg vinnubrögð?

Heimildin er eini fjölmiðillinn sem ákveður að halda kappræður og rukka kr. 2990 kr. inn á þá samkomu ætti frekar að sýna jafnræði með vinnubrögðum sínum.

Getur verið að persónuleg skoðun ritstjórnar og eigenda Heimildarinnar séu litaðar af stjórnmálaskoðunum?

Á heimasíðu Heimildarinnar eru m.a. Vinstri Grænir og Samfylkingin að auglýsa mikið á síðunni. Ætli þessir flokkar taki undir svona vinnubrögð Heimildarinnar?

Fyrir hönd Lýðræðisflokksins þá fordæmi ég svona vinnubrögð. Að gera tilraun til að stýra umræðunni með þessum hætti og vera þar að auki ríkisstyrktur fjölmiðill er ljóst að Heimildin brýtur siðferði í lýðræðislegu þjóðfélagi og þeir útvöldu flokkar sem ætla að taka þátt í þessari uppákomu munu lítillækka sig með þátttökunni.

Við fordæmum svona vinnubrögð og hvetjum fólk til að kjósa með lýðræðislegum hætti – kjósa Lýðræðisflokkinn og setja X við L. Svona vinnubrögð breytast ekki nema við tökum á því og fordæmum.

Hvers vegna 2,5%?

DV lék hugur á því að vita hvað veldur því að Heimildin miðar við 2,5% fylgi í skoðanakönnunum til að flokksleiðtogar séu gjaldgengir í kappræðurnar. Fyrir liggur að þetta er það lágmarksfylgi sem þarf til að eiga rétt til fjárframlaga frá ríkinu.

DV óskaði eftir að bera málið undir Sigurbjörgu Þrastardóttur, fréttastjóra Heimildarinnar, en hún ásamt Aðalsteini Kjartanssyni stjórnaði kappræðunum. Sigurbjörg vísaði á Ingibjörgu Kjartansdóttir, ritstjóra Heimildarinnar, um svör. Ekki tókst að ná sambandi við Ingibjörgu við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segir lögregluna hafa ginnt áttræðan föður sinn – Kominn á sakaskrá og fær ekki safngripinn sinn til baka

Segir lögregluna hafa ginnt áttræðan föður sinn – Kominn á sakaskrá og fær ekki safngripinn sinn til baka
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hannes Hólmsteinn um Sjálfstæðisflokkinn: „Háir þeim hversu miklir meinleysingjar þeir eru“

Hannes Hólmsteinn um Sjálfstæðisflokkinn: „Háir þeim hversu miklir meinleysingjar þeir eru“
Fréttir
Í gær

Össur segist hafa efasemdir um meðalgreindina í Valhöll eftir fjaðrafokið í stóra-brandaramálinu – „Herra trúr!“

Össur segist hafa efasemdir um meðalgreindina í Valhöll eftir fjaðrafokið í stóra-brandaramálinu – „Herra trúr!“
Fréttir
Í gær

Félag fasteignasala afhjúpaði fasteignasala sem er ákærður fyrir fjárdrátt – „Slík mál eru sem betur fer mjög sjaldgæf“

Félag fasteignasala afhjúpaði fasteignasala sem er ákærður fyrir fjárdrátt – „Slík mál eru sem betur fer mjög sjaldgæf“
Fréttir
Í gær

Ferðuðust um Ísland í viku og eyddu aðeins 74 þúsund krónum á haus – Svona fóru þau að því

Ferðuðust um Ísland í viku og eyddu aðeins 74 þúsund krónum á haus – Svona fóru þau að því
Fréttir
Í gær

Birna átti von á 40 gestum í veislu þegar hún kom að læstum dyrum – „Hefði drepið einhvern þarna á BlackBox Pizzeria að láta mig vita?“

Birna átti von á 40 gestum í veislu þegar hún kom að læstum dyrum – „Hefði drepið einhvern þarna á BlackBox Pizzeria að láta mig vita?“
Fréttir
Í gær
Díegó fundinn