Albert Brynjar Ingason stjórnandi Gula Spjaldsins segist heyra það að það sé klappað og klárt að Arnar Gunnlaugsson taki við íslenska landsliðinu.
Arnar hefur unnið magnað starf með Víkingum síðustu ár og er nú sterklega orðaður við landsliðið nú þegar Age Hareide er hættur.
„Maður heyrir bara að það sé klárt að Arnar taki við og Sölvi taki við Víkingum,“ sagði Albert í nýjasta þætti.
Þar á hann við Sölva Geir Ottesen aðstoðarþjálfa Víkings en Sölvi hefur einnig verið í teymi íslenska landsliðsins undanfarið og séð um föst leikatriði.
„Það væri mjög sérstakt að vera með föst leikatriði hjá landsliðinu og þjálfa Víking,“ sagði Ásgeir Frank Ásgeirsson aðstoðarþjálfari Fjölnis.
Þeir félagar töldu þó útilokað að Sölvi yrði í báðu.