Samkvæmt kosningaspá DV.IS, sem birtist í morgun, myndu Viðreisn, Samfylking og Framsókn fá 34 þingsæti og vera í aðstöðu til að mynda saman meirihlutastjórn.
Orðið á götunni er að gangi kosningaspá DV.IS eftir og þriggja flokka miðjustjórn yrði skipuð verði strax byrjað á að fækka um einn ráðherra. Verkefnum Háskóla, vísinda og iðnaðar yrði skipt upp þannig að málefni háskóla og vísinda færu til menntamálaráðuneytisins en verkefni iðnaðar færu í ráðuneyti viðskipta, ferðamála og menningar. Aðstoðarmönnum ráðherra yrði markvisst fækkað þannig að hver ráðherra hefði eftirleiðis einn aðstoðarmenn í stað tveggja áður.
Aðhaldið mun þannig byrja á toppnum og með þessu yrðu send skýr skilaboð niður eftir öllu opinbera kerfinu enda verður forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar að spara í opinberum rekstri og veita málefnalegt kostnaðaraðhald eftir lausatök vinstri stjórnar Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssonar..
Orðið á götunni er að miðjustjórnin gæti litið nokkurn vegin svona út:
Embætti forseta Alþingis er hér talið með vegna þess að forsetaembættið þykir vera ráðherraígildi að virðingu og völdum. Einnig hvað varðar starfskjör. Orðið á götunni er að Dagur B. hafi þá reynslu og þungavigt til að bera að geta eflt sjálfstæði löggjafans gagnvart framkvæmdavaldinu, en hingað til, ens og sést hefur áþreifanlega á þessu kjörtímabili, hefur mjög skort á sjálfstæði Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu og ekki veitir af því að virðing og sjálfstæði æðstu stofnunar þjóðarinnar verði endurreist
Orðið á götunni er að þessi skipting ráðuneyta verði að teljast sanngjörn og eðlileg miðað við áætlaðan þingstyrk, Viðreisn stærsti flokkurinn með 14 þingmenn, Samfylking einnig með 14 þingmenn og Framsóknarflokkur með 6 þingmenn. Samtals nyti þannig ríkistjórn stuðnings 34 þingmanna.