Dagný Brynjarsdóttir miðjumaður West Ham sendir kaldar kveðjur á Þorstein Halldórsson, landsliðsþjálfara Íslands í knattspyrnu.
Hún segist ekki hafa heyrt orð frá Þorsteini í sjö mánuði en Dagný var að snúa aftur á völlinn eftir að hafa eignast sitt annað barn.
Daný segist eiga heima í hópnum í viðtali við The Athletic. „Ég ætti að vera komin aftur í íslenska landsliðið en þetta er í fyrsta sinn síðan ég var átján ára gömul sem ég er ekki valin í landsliðið. Ég var komin aftur í landsliðið á þessum tíma eftir fyrra barnið og ég er komin lengra núna en ég var þá,“ segir Dagný en Vísir.is sagði fyrst frá.
Dagný sem hefur mikla reynslu úr landsliðinu segir Þorstein eða starfsfólk KSÍ ekki hafa átt nein samskipt við félag hennar til að athuga með ástandið á henni.
„Landsliðsþjálfarinn hringdi ekki í mig í sjö mánuði. Það hafa heldur ekki verið nein samtöl við starfsfólkið hér hjá West Ham eða við mig til að athuga stöðuna á mér.“