Hann hrapaði til bana af svölum hótelherbergis síns í Buenos Aires. Samkvæmt starfsmönnum hótelsins, Casa Sur Hotel, hagaði Payne sér einkennilega áður en hann lést, hann var æstur og óútreiknanlegur og var fylgt að herbergi sínu af starfsfólki. Skömmu síðar fannst hann látinn.
Sjá einnig:Ein af þeim síðustu sem sá Liam Payne lifandi deilir því sem hann sagði rétt áður en hann lést
Fyrir liggur að söngvarinn hafði neytt fíkniefna áður en hann lést og hefur lögreglan í Buenos Airs rannsakað hvaðan hann fékk efnin. Þrír hafa verið handteknir í kjölfar andláts hans, tveir í tengingu við að hafa skaffað honum fíkniefni og einn fyrir að hafa ekki komið honum til aðstoðar áður en hann lést.
Sjá einnig:Myndir af hótelherbergi Liam Payne veita óhugnanlega innsýn í síðustu augnablik söngvarans
Ekki er litið á andlát hans sem sjálfsvíg heldur slys, að hann hafi fallið fram sökum ástands. Hann var með áfengi, kókaín og uppáskrifuð þunglyndislyf í blóðinu þegar hann lést.
Samkvæmt dómskjölum, sem TMZ hefur undir höndum, halda saksóknarnar því fram að Payne hafi drukkið áfengi og reynt að kaupa fíkniefni morguninn sem hann dó.
„Gaur, ég held ég ætli að ríða hóru,“ segja þeir Payne hafa sent vini sínum klukkan sjö um morguninn. Hann á að hafa sent sama vini tveimur tímum seinna: „Getur þú reddað 6 grömmum?“
Yfirvöld segja að vinur Payne hafi komið á hótelið til að borða morgunmat með söngvaranum, sem drakk viskí. Þegar hann fór aftur upp á herbergi fór hann að leita að einhverju sem starfsmaður lýsti sem „dufti.“
Sjá einnig: Síðustu skilaboð Liam Payne:Birti myndbandið nokkrum klukkutímum áður en hann dó
Saksóknarar segja að tvær vændiskonur hafi mætt á hótelið um hálf tólf leytið. Hann á að hafa spurt þær hvort þær væru með kókaín í förum sínum og síðan orðið æstur þegar þær vildu fá greitt fyrir þjónustu sína.
Payne var í sambandi með Kate Cassidy þegar hann lést. Hún var í Argentínu með honum en flaug heim nokkrum dögum áður en hann dó.
Sjá einnig: Þess vegna flaug kærasta Liam Payne heim nokkrum dögum áður en hann dó
Um tvö leytið sendi Payne hótelstarfsmanni skilaboð: „Ég þarf önnur sjö grömm fyrir daginn.“
Samkvæmt dómskjölunum sagði starfsfólk hótelsins við lögregluna að Payne hafi verið sýnilega ölvaður um fjögur leytið og með útvíkkuð sjáöldur.
Þeir sem eru kærðir í tengslum við andlát Payne eru ekki nafngreindir í skjölunum, en það kemur fram að þetta eru „einstaklingur sem fylgdi söngvaranum daglega á meðan hann dvaldi á hótelinu,“ og „hótel starfsmaður“ og „fíkniefnasali.“
Sjá einnig: Telja sig vita hvaðan Liam Payne fékk fíkniefnin og hvað olli því að hann féll
Liam Payne sló í gegn í þáttunum X-Factor árið 2010 þar sem hann kom fram í hljómsveitinni One Direction ásamt félögum sínum Zayn Malik, Louis Tomlinson, Niall Horan og Harry Styles. Hann lætur eftir sig son sem hann eignaðist með tónlistarkonunni Cheryl Ann Tweedy árið 2017.