Wayne Rooney knattspyrnustjóri Plymouth urðar yfir leikmenn sína eftir 6-1 tap gegn Norwich í gær í ensku Championship deildinni.
Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allan leikinn hjá Plymouth en hann hefur lítið spilað síðustu vikur.
„Við vorum heppnir að vera bara 2-1 undir í hálfleik, þú vonast þá eftir því að leikmenn svari fyrir sig í þeim síðar. Þegar þeir komust 3-1 yfir þá fór allt til fjandans,“ segir Rooney.
„Þetta er mjög svekkjandi, leikmenn litu út fyrir það að gefast upp.“
„Við verðum að gera miklu betur, næstu 24-48 tímar verða ekki notalegar fyrir leikmennina. Ég hef hrósað þeim mikið fyrir frammistöður á þessu tímabili en þetta getur ekki haldið áfram svona.“