fbpx
Mánudagur 02.desember 2024
Pressan

Þess vegna áttu aldrei að setja bökunarpappír í airfryer

Pressan
Sunnudaginn 1. desember 2024 17:30

Það á ekki allt erindi í Airfryer.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Airfryer er orðinn ómissandi eldhústæki hjá mörgum enda afar auðvelt að elda í slíku tæki, svo ekki sé talað um hversu fljótlegt það. Það skemmir heldur ekki fyrir að maturinn er fitusnauðari en þegar aðrar eldunaraðferðir eru notaðar.

Það þarf auðvitað að þrífa airfryerinn og því getur verið freistandi að skella bökunarpappír í hann til að draga úr þrifunum. En það er ekki snjallt, því það getur valdið vandamálum og þannig dregið úr kostum þessarar „lausnar“.

Það virðist góð lausn að nota bökunarpappír en margir framleiðendur airfryer vara fólk við að setja hann í tækin.

Meðal þeirra er Philips sem bendir á að pappírinn haldi aftur af loftstreyminu, sem gerir airfryerinn svo áhrifaríkan, en það þýðir að maturinn eldast ekki jafnt og tækið nota meira rafmagn en ella.

Ef pappírinn er settur í körfuna án þess að matur sé settur ofan á hann eða á meðan þú forhitar tækið, þá getur loftstreymið látið pappírinn fljúga upp og hann getur lent á hitagjafanum. Þá getur hann sviðnað og í versta falli kviknar í honum.

Neytendur eru því hvattir til að hugsa sig vel um og forðast að setja bökunarpappír í airfryer og skiptir þá engu þótt um sérhannaðan pappír, fyrir airfryer, sé að ræða.

Þess í stað skaltu ganga úr skugga um að það megi setja körfuna í uppþvottavél og það er líka hægt að nota sílikoninnlegg í tækið. Þau eru margnota.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þingkona hverfur á braut í kjölfar fyllerís og misheppnaðrar viðreynslu

Þingkona hverfur á braut í kjölfar fyllerís og misheppnaðrar viðreynslu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Má loksins tjá sig um hryllinginn á kaffihúsinu árið 2014

Má loksins tjá sig um hryllinginn á kaffihúsinu árið 2014
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nágranninn átti sér skuggalegt leyndarmál

Nágranninn átti sér skuggalegt leyndarmál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fræðsluyfirvöld í Texas samþykktu að námsskrá grunnskóla skuli vera á grunni Biblíunnar

Fræðsluyfirvöld í Texas samþykktu að námsskrá grunnskóla skuli vera á grunni Biblíunnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svikamálið sem skekur Tyrkland – Hefur kostað minnst 10 kornabörn lífið

Svikamálið sem skekur Tyrkland – Hefur kostað minnst 10 kornabörn lífið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skrifaði átakanlegt bréf, fór með barnið í pössun og lagðist svo viljandi fyrir lest – „Ég var myrt. Hægt og rólega“

Skrifaði átakanlegt bréf, fór með barnið í pössun og lagðist svo viljandi fyrir lest – „Ég var myrt. Hægt og rólega“