Hann vildi þó ekki staðfesta að Úkraínumenn hafi notað frönsk flugskeyti til slíkra árása. Þegar hann var spurður hvort Frakkar gætu tekið upp á því að senda hermenn til að berjast í Úkraínu, sagði hann: „Við útilokum ekki neitt.“
„Við munum styðja Úkraínu af fullum þunga og eins lengi og þörf krefur. Af hverju? Af því að okkar eigið öryggi er einnig undir. Í hvert sinn sem rússneski herinn sækir fram um einn ferkílómetra, kemur ógnin einum ferkílómetra nær Evrópu,“ sagði hann.