fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Pressan

Skrifaði átakanlegt bréf, fór með barnið í pössun og lagðist svo viljandi fyrir lest – „Ég var myrt. Hægt og rólega“

Pressan
Þriðjudaginn 26. nóvember 2024 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ryan Wellings drap mig“ 

Þetta skrifaði hin 23 ára Kiena Dawes, frá Fleetwood í Bretlandi,  í kveðjubréf á síma sinn. Því næst fór hún til vinkonu sinnar þar sem hún skildi 9 mánaða dóttur sína eftir og ók svo að næstu lestarteinum, lagðist þvert yfir þá og beið eftir næstu lest. Um viljaverk var að ræða en engu að síður hefur fyrrverandi kærasti hennar verið ákærður fyrir manndráp.

_______________

Í þessari frétt er fjallað um sjálfsvíg og ofbeldi í nánu sambandi. Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Ef þú telur að þú eða ástvinur sé að upplifa ofbeldi í nánu sambandi þá er Neyðarlínan með ítarlegar leiðbeiningar bæði um hvað ofbeldi í nánu sambandi felur í sér og hvert er hægt að leita ef maður sjálfur eða einhver sem maður þekkir er beittur ofbeldi.

________________

Kveðjubréf Dawes var lesið upp í dómsal á dögunum þar sem hinn þrítugi Ryan Wellings svaraði til saka. Honum er gert að hafa orðið því til leiða að Dawes svipti sig lífi, eftir stöðugar ofsóknir hans, ofbeldi, hótanir og þvinganir hafi hún enga aðra leið séð út úr stöðunni.

„Ryan Wellings drap mig. Kayleigh Anderson [fyrrverandi kærasta Ryan] hjálpaði honum að pynta mig. Hann rústaði öllum þeim styrk sem ég átti eftir. Ég átti þetta ekki skilið. Ég bað ekki um þetta. Ég vona að lífið mitt geti komið öðrum til bjargar með sneggri viðbrögðum frá lögreglu.“ 

Dawes lýsti því í bréfi sínu að fyrrverandi kærasti hennar hafi gert líf hennar að helvíti. Hann olli henni ólýsanlegum kvölum sem orð fá ekki lýst. „Ég var myrt. Hægt og rólega. Þau pyntuðu mig þar til ekkert stóð eftir. Ég tapaði slagnum en gafst ekki upp á baráttunni.“

Það versta við þetta sé að eftir standi 9 mánaða dóttirin, móðurlaus. Dawes sagðist vona að einhver myndi vernda hana, tryggja öryggi hennar og að heimurinn hlusti þegar hún talar svo hún þurfi ekki að upplifa sömu raunir og móðir síns.

„Mér þykir leitt að ég þurfti að fara. Ég reyndi mitt besta að vera til staðar fyrir þig, að tryggja öryggi þitt frá þessum skrímslum. En ég gat það ekki, ég gat ekki verndað þig því þeim var leyft að lifa, að tjá sig, að ljúga. Þá helst ljúga. Þau lugu. Ítrekað um mig. Heimurinn sneri við mér bakinu. Ég hefði annars aldrei farið. Ég var sterk, ég átti drauma, ég átti eitt sinn framtíð. Allt þetta var tekið frá mér. Ég mun alltaf elska fjölskylduna mína. Skilyrðislaust. Hef alltaf gert það og mun alltaf gera það. Gerið það, passið upp á þau. Ég mun ekki hvíla í friði fyrr en ég veit að stelpan mín er örugg.“ 

Dawes sagðist vona að kerfið heyrði í henni núna, að yfirvöld átti sig á því hversu hættulegur barnsfaðir hennar sé. Hún eigi betra skilið en að alast upp hjá honum. Hún bað dóttur sína að fyrirgefa sér.

Saksóknari í málinu beindi því til kviðdóms að hér hafi ung móðir í blóma lífsins hreinlega látið lífið af örvæntingu, örvæntingu sem Wellings olli henni.

Wellings neitar sök og segir að barnsmóðir hans hafi glímt við andleg veikindi. Saksóknari hefur þó rakið að lögregla hafi undir höndum mikið af rafrænum samskiptum sem gengu á milli fyrrum parsins á meðan þau voru saman og svo í kjölfar sambandsslitanna.

Aðalmeðferð málsins er hafin en ekki liggur fyrir hvenær það verður tekið í dóm. Fjölskylda Dawes hefur harðlega gagnrýnt lögregluna fyrir að hafa brugðist í málinu. Dawes hafi verið frá sér af ótta og ítrekað leitað eftir hjálp. Þrátt fyrir líkamlegt ofbeldi hafi barnsfaðir hennar þó ekki verið handtekinn og þess í stað hafði Dawes fengið neyðarhnapp. Þessi hnappur hafi þó ekkert gert þegar hennar fyrrverandi réðst á hana 11 dögum áður en hún lagðist fyrir lestina.

DailyMail greinir frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona oft þarftu að stunda kynlíf til að lengja lífið

Svona oft þarftu að stunda kynlíf til að lengja lífið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu stein í skrifborðsskúffu – Veitti stórmerkilegar upplýsingar

Fundu stein í skrifborðsskúffu – Veitti stórmerkilegar upplýsingar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver er munurinn á mandarínum og klementínum?

Hver er munurinn á mandarínum og klementínum?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heimilislausi maðurinn átti sér leyndarmál í geymslunni

Heimilislausi maðurinn átti sér leyndarmál í geymslunni