Jude Bellingham er besti leikmaður ársins á Spáni en hann fékk þessi verðlaun afhent í gær.
Um er að ræða afskaplega öflugan miðjumann sem er á mála hjá Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni.
Bellingham var stórkostlegur fyrir Real á síðasta tímabili en það var hans fyrsta fyrir félagið eftir komu frá Dortmund.
Leikmannasamtökin ákváði að velja þennan 21 árs gamla leikmann þann besta fyrir tímabilið 2023-2024 og það nokkuð verðskuldað.
Bellingham hefur ekki beint verið í sama formi á þessu tímabili en spilamennska Real hefur heilt yfir verið fyrir undir væntingum.