fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Gaf Díegó í jólagjöf

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. nóvember 2024 16:50

Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einstaklingurinn sem rændi kettinum landsfræga Díegó um síðustu helgi gaf öðrum aðila hann í jólagjöf en sá aðili hafði ekki hugmynd um að um væri að ræða kött í eigu annarrar manneskju.

Þetta kemur fram í frétt RÚV.

Í fréttinni er rætt við Maríu Kristjánsdóttur rannsóknarlögreglumann hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. María segir að annar rannsóknarlögreglumaður hafi í morgun farið í verslun A4 í Skeifunni og fengið þar upptökur úr öryggismyndavél verslunarinnar. Á upptökunum sést eins og fram hefur komið grímuklæddur einstaklingur ræna Díegó úr bæli sínu í versluninni.

María segir rannsóknarlögreglumanninn hafa borið kennsl á umrædda manneskju og hafi þegar haldið að heimili viðkomandi. Þegar þangað var komið reyndist Díegó ekki vera þar en kom þá í ljós að hann var í öðru húsnæði og að íbúi þar hefði fengið köttinn í jólagjöf, frá einstaklingnum sem rændi honum. Þar að auki hafði Díegó fengið nýtt nafn, Spori.

María segir að manneskjan sem fékk Díegó í þessa snemmbúnu jólagjöf hafi tekið við honum í góðri trú og hugsað vel um hann. Þegar viðkomandi hafi verið tjáð að Díegó ætti sér heimili hafi hann afhent lögreglunni köttinn þegar í stað. Lögreglan flutti Díegó á lögreglustöðina við Hverfisgötu þaðan sem hann var sóttur af samtökunum Dýrfinnu, sem sérhæfa sig í að finna týnd gæludýr, sem sáu um að koma honum til síns heima.

María segir það liggja fyrir að um þjófnað sé að ræða en að kæra þurfi að berast eigi lögreglan að fara lengra með málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Forseti Íslands setur Stóra plokkdaginn á sunnudaginn

Forseti Íslands setur Stóra plokkdaginn á sunnudaginn
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þarf alltaf að vera vín?

Þarf alltaf að vera vín?
Fréttir
Í gær

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni
Fréttir
Í gær

Íslendingar minnast Frans páfa – „Væn manneskja“

Íslendingar minnast Frans páfa – „Væn manneskja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tólf skotnir til bana á hanabardaga

Tólf skotnir til bana á hanabardaga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er sagður tilgangur Pútín með páskavopnahléinu sem virðist þó ekki halda

Þetta er sagður tilgangur Pútín með páskavopnahléinu sem virðist þó ekki halda
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dularfullt mál: Leita að þremur manneskjum eftir að bátur fannst mannlaus

Dularfullt mál: Leita að þremur manneskjum eftir að bátur fannst mannlaus