U15 lið kvenna mætti Sviss í þriðja og síðasta leik liðsins á UEFA Development Tournament sem fram fór í Englandi.
Ísland leiddi með tveimur mörkum í hálfleik en Kara Guðmundsdóttir skoraði bæði á 10. mínútu og 42. mínútu. Sviss jöfnuðu metin í seinni hálfleik og komust yfir á 82. mínútu. Á 87. mínútu var þó Kara aftur á ferðinni og skoraði þriðja mark sitt í leiknum.
Kara er dóttir Guðmundar Benediktssonar og Kristbjargar Ingadóttur sem bæði áttu farsælan feril í fótbolta.
Þar sem jafnt var eftir venjulegan leiktíma þurfti skera úr um úrslitin með vítaspyrnukeppni sem endaði með 5-6 sigri Íslands.